Síða 1 af 1

Tjaldvagn Til Sölu, Combi Camp Family 202

Posted: 19.júl 2015, 21:06
frá Hilmar Örn
Til sölu Combi camp tjaldvagn sem opnast aftur. Vagninn er mjög heill og fínn með svefntjaldi, gardínum og er hann nýskoðaður til 2017. Það fylgir með stórt fortjald sem er eins og nýtt og einnig motta í fortjaldið. Hægt er að festa borð utan á vagninn og nýta sem eldhúsaðstöðu, þegar fortjaldið er komið upp er þessi eldhúsaðstaða inni í fortjaldinu. Nýleg yfirbreiðsla er á vagninum og stór geymslukassi á beislinu ásamt varadekki og gaskútafestingu. Búið er að hækka vagninn lítillega upp og hækka grindina ofan á honum á móti hækkuninni. Mjög gott geymslupláss er því nú ofan á vagninum fyrir útilegubúnað. Vagninn er á 10 tommu dekkjum en hægt er að setja stærri dekk með því að færa upp um gat á fjaðrahengslum.
Upplýsingar gefur Hilmar í síma 894-4969 eða í einkaskilaboðum.
Verð 260.000