Síða 1 af 1

Hvernig fellihýsi á maður að fá sér?

Posted: 25.jún 2012, 22:41
frá krissi200
Góðan daginn spjallverjar...
Ég er að leita mér að fellihýsi jafnvel tjaldvagni?
Með hvaða hýsum mælið þið með, ég vil helst hafa þau 8-10feta og sem léttust í drætti.

Meiga kosta allt að 800.000,-

Re: Hvernig fellihýsi á maður að fá sér?

Posted: 27.jún 2012, 20:21
frá krissi200
Enginn með einhverja hugmyndir?

Re: Hvernig fellihýsi á maður að fá sér?

Posted: 27.jún 2012, 21:29
frá Johnboblem
Ég myndi skoða Fleetwood/Coleman, hef góða reynslu af þeim.

Re: Hvernig fellihýsi á maður að fá sér?

Posted: 27.jún 2012, 23:05
frá AgnarBen
Ég á 9 feta Coleman Redwood 1999 módel sem er tiltölulega létt í drætti miðað við fellihýsi almennt, er undir 750 kg (ekki lögbundið að hafa bremsur) og hefur reynst mér afar vel. Ath samt að 2001 hýsin og nýrri eru þyngri og þurfa bremsur. Kostirnir við þessi hýsi (fyrir utan að þau eru frá Coleman sem er gott merki) eru að þau eru ágætlega hönnuð, það eru fjaðrir undir þeim (ekki flexitorar eins og undir Palomino) sem eru ágætar á malarvegum ef ekið er skynsamlega og það besta er að annað svefnrýmið er king size sem er algjör snilld, ekki þröngt eins og er vanalega á þessum 8-9 feta hýsum. Í þessum verðflokki þá er þetta mjög góður valkostur en þú ættir að geta fundið svona hýsi 1999-2001 módel á 5-700 þús.kr. eftir ástandi og aukabúnaði.