ÓE fellihýsi í skiptum fyrir CombiCamp+Zodiak+Pening


Höfundur þráðar
Ketilbjörg
Innlegg: 2
Skráður: 06.maí 2013, 22:38
Fullt nafn: Björg Bjarnadóttir

ÓE fellihýsi í skiptum fyrir CombiCamp+Zodiak+Pening

Postfrá Ketilbjörg » 06.maí 2013, 22:42

Óska eftir vel með förnu fellihýsi.
Vil láta í staðinn pening + tjaldvagn + Zodiak bát með mótor.

-Tjaldvagninn er upphækkaður Combi Camp árgerð 1992 með góðu fortjaldi sem er nýrra en vagninn og stórum kassa úr gönguáli á beisli. Með fylgir motta í fortjaldið og nýlegt segl. Dýnur endurnýjaðar og eru þykkari en orginal.

-Zodiakinn er eins og þessi hér: http://www.ellingsen.is/verslun/vorur/f ... vara/29422
og með honum fylgir 4 hö Evinrude mótor.
Báturinn er ca 5-7 ára lítið notaður en mótorinn hefur átt betri daga, veit ekkert hvað hann er gamall en hefur virkað fínt þessi fáu skipti sem ég hef notað hann.
Önnur árafestinginn er skemmd (var svoleiðis þegar ég keypti hann) en að öðru leyti er þetta fínn bátur.

Þessi pakki er að verðmæti ca. 480.000.
Er að leita að fellihýsi á verðbilinu 600-900 þúsund og get borgað á milli.



Til baka á “Kerrur, tjaldvagnar og fellihýsi”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur