Síða 1 af 1
lengd á "gleðigöndli"
Posted: 16.mar 2012, 12:25
frá eggerth
jæja á ekki einhver gleðigöndul sem vill seija mer hversu langt þetta apparat á að vera. en fyrir þá sem ekki vita hvað þetta er þá er þetta stöng sem að eru kerrutengi á báðum endum til þess að setja á kúlu og er svo hengt á milli bíla. ef einhver veit lengdina má hann alveg deila henni hér, gott væri líka að fá mynd ef einhver á ;)
Re: lengd á "gleðigöndli"
Posted: 16.mar 2012, 12:49
frá eggerth
svopni wrote:Er nokkuð svo nojið hvað þetta er langt? Bara þannig að það sé gægt að beigja án þess að reka hornin á bílunum saman. 150cm?
nei ætli það félagi minn talaði um 3m, en eg bara þekki þetta ekki nógu vel
Re: lengd á "gleðigöndli"
Posted: 16.mar 2012, 13:06
frá Polarbear
ég bjó til göndul og hafði hann rúmlega 3 metra sem mér fannst að lokum allt of langt. ég myndi frekar láta það ráða för hvar þú ætlar að geyma hann í eða utaná bílnum og smíða hann eins langan og geymsluplássið leyfir. í dag er göndullinn hjá mér rétt um 160 cm langur og það er fínt finnst mér, af þeirri litlu reynslu sem ég hef af honum.
Re: lengd á "gleðigöndli"
Posted: 16.mar 2012, 13:48
frá jeepson
Polarbear wrote: í dag er göndullinn hjá mér rétt um 160 cm langur og það er fínt finnst mér, af þeirri litlu reynslu sem ég hef af honum.
Hahahaha. Þetta hljómar soddið ílla :D
Re: lengd á "gleðigöndli"
Posted: 16.mar 2012, 15:43
frá eggerth
þakka fyrir þetta en endilega koma með það sem ykkur finnst :)
Re: lengd á "gleðigöndli"
Posted: 20.mar 2012, 19:02
frá Ingójp
Frændi minn lét smíða svona fyrir sig fyrir nokkrum árum sem var hægt að fella saman og í raun ákveða hvaða lengd ætti að vera á þessu. Gæti kannski verið sniðugt að skoða þannig uppá geymslupláss að gera
Re: lengd á "gleðigöndli"
Posted: 21.mar 2012, 01:23
frá eggerth
Ingójp wrote:Frændi minn lét smíða svona fyrir sig fyrir nokkrum árum sem var hægt að fella saman og í raun ákveða hvaða lengd ætti að vera á þessu. Gæti kannski verið sniðugt að skoða þannig uppá geymslupláss að gera
já það væri gaman að sjá útfærsluna á því!
Re: lengd á "gleðigöndli"
Posted: 21.mar 2012, 10:54
frá Ingójp
Gæti reynst erfitt hann er fluttur úr landi og þetta er eflaust inní gám einhversstaðar.
Ef ég man rétt þá var þetta prófílstál 120cm og grennra efni sett inní og hægt að lengja um tæpan meter. Borað í gegn á nokkrum stöðum og þessu haldið með 2-3 stál splittum svipað og er notað á dráttarbeislum.
Svo er auðvitað hægt að útfæra þetta eins og menn vilja
Re: lengd á "gleðigöndli"
Posted: 04.maí 2012, 00:06
frá Fálki
Ég sá soldið töff útgáfu af svona gleðigöndli uppí ARCTIC TRUCKS um daginn. Þar voru nýbreyttir Hiluxar tilbúnir í pólför. En þá notuðu þeir rör með kerrutengjum á sitthvorum endanum sem stigbretti í bílinn.