Forhitari, (mótorhitari) í díselbíl ?


Höfundur þráðar
Labradorinn
Innlegg: 20
Skráður: 18.sep 2011, 20:49
Fullt nafn: Jóhann Örn Arnarson

Forhitari, (mótorhitari) í díselbíl ?

Postfrá Labradorinn » 06.des 2011, 11:20

Getur einhver sagt mér hvort/hvar þetta fæst hér á landi.
Vitið þið um, eða eigið þið notaðan hitara til sölu.
Er þetta mikið fyrirtæki að setja í bílinn.
Einhverja hugmynd um kostnaðinn við þetta.
Með von um skjót svör,
ekki veitir af í gaddinum hérna á Norðurlandi núna.



User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Forhitari, (mótorhitari) í díselbíl ?

Postfrá Sævar Örn » 06.des 2011, 12:22

Mekonomen nýja fyrirtækið í Garðarbænum er að auglýsa svona vatnshitara með dælu gerir kælivatnið 65° heitt á 30 mínútum segir í bæklingnum.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Arsaell
Innlegg: 171
Skráður: 23.mar 2010, 13:07
Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
Bíltegund: Dodge Durango

Re: Forhitari, (mótorhitari) í díselbíl ?

Postfrá Arsaell » 06.des 2011, 13:36

Er ekki málið bara að fá sér eitthvað svona, ódýrt og einfalt

http://www.wolverineheater.com/

Þá getur maður bara haft hann í sambandi yfir nóttina, vantar reyndar algjörlega hérna heima að það séu tenglar við bílastæði einsog er víða í öðrum köldum löndum.


Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: Forhitari, (mótorhitari) í díselbíl ?

Postfrá Offari » 06.des 2011, 14:11

Ég veit ekki hvar hægt er að fá vélarhitara en þótt sagt sé að þetta fari betur með vélarnar og þægilegra sé að gangsetja er reyndar því miður alltaf jafn kalt að setjast inn í bílinn þótt vélin sé heit. Þá hef ég eingöngu notað þetta á bíla sem eiga erfitt með að fara í gang kaldir. Vatnshitaolíufýring finnst mér miklu álítlegri kostur enda ekki alstaðar hægt að stinga í samband.

Ég hef ekki séð þessa hitara með dælu. Flestir byggði á þeim vísindum að hiti leiti upp og hringrásuðu hitunina þannig. Þannig að hitarinn þurfti að vera neðarlega og hringrása sig í gegn um miðstöðvarstútana. Það kostar örugglega tölvert rafmagna að hita vélina þannig. Rússarnir notuðu alltaf þá aðferð að skella olíu í dall undir pönnuna og kveikja svo í. Á hitaveitusvæðum er hægt að sprauta heitu vatni á vélina.

Ég nota hinsvegar þá ágætu aðferð að sitja heima og fara ekkert þegar kallt er úti. En ef þú ætlar að setja rafmagnshitara í bílinn myndi ég líka kanna þann kost hvort ekki sé hægt að setja hitablásara einhverstaðar í bílinn til að hita hann að innan því mér finnst leiðinlegt að skafa rúður.


Kalli
Innlegg: 413
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Forhitari, (mótorhitari) í díselbíl ?

Postfrá Kalli » 06.des 2011, 18:08

Offari wrote:Ég veit ekki hvar hægt er að fá vélarhitara en þótt sagt sé að þetta fari betur með vélarnar og þægilegra sé að gangsetja er reyndar því miður alltaf jafn kalt að setjast inn í bílinn þótt vélin sé heit. Þá hef ég eingöngu notað þetta á bíla sem eiga erfitt með að fara í gang kaldir. Vatnshitaolíufýring finnst mér miklu álítlegri kostur enda ekki alstaðar hægt að stinga í samband.

Ég hef ekki séð þessa hitara með dælu. Flestir byggði á þeim vísindum að hiti leiti upp og hringrásuðu hitunina þannig. Þannig að hitarinn þurfti að vera neðarlega og hringrása sig í gegn um miðstöðvarstútana. Það kostar örugglega tölvert rafmagna að hita vélina þannig. Rússarnir notuðu alltaf þá aðferð að skella olíu í dall undir pönnuna og kveikja svo í. Á hitaveitusvæðum er hægt að sprauta heitu vatni á vélina.

Ég nota hinsvegar þá ágætu aðferð að sitja heima og fara ekkert þegar kallt er úti. En ef þú ætlar að setja rafmagnshitara í bílinn myndi ég líka kanna þann kost hvort ekki sé hægt að setja hitablásara einhverstaðar í bílinn til að hita hann að innan því mér finnst leiðinlegt að skafa rúður.

Image
5,2kW -Hitar kælivatn fyrir bíla með stærri vél en 1,8L
Forhitar bílinn að innan og vél.
http://www.bilasmidurinn.is/vorur.php?idcat=4&idsubcategory=14

kv. Kalli

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Forhitari, (mótorhitari) í díselbíl ?

Postfrá DABBI SIG » 06.des 2011, 18:43

Besta lausnin á þessu er auðvitað webasto olíufýring, en það kostar líka sitt skilst mér að koma því í bíl en það er líka virkilega góður og þægilegur búnaður. Þú getur tímastillt þetta eða bara sett í gang handvirkt með fjarstýringu. Ef þetta er almennilega tengt er miðstöðin tengd við relay sem skellir miðstöðinni í gang þegar kælivatnið hefur náð 70°C minnir mig. Eftir hálftíma er bíllinn orðinn funheitur að innan ef miðstöðin er stillt á lægsta snúning uppá rúður og það þarf ekkert að skafa af framrúðunni. Virkilega þægilegt og fer líklega eitthvað betur með vél þó ég ætli ekki að fullyrða um það.
-Defender 110 44"-

User avatar

Jónas
Innlegg: 111
Skráður: 10.apr 2010, 09:56
Fullt nafn: Jónas Hafsteinsson
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Forhitari, (mótorhitari) í díselbíl ?

Postfrá Jónas » 06.des 2011, 19:27

Olíufíringin er toppurinn en kostar margar krónur. Ég var að kaupa blokkarhitara í N1 sem kostaði rúmar 20þús. Það er ekki stórmál að koma þessu fyrir.

http://www.stjarna.is/spjall/viewtopic. ... 16#p160616


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: Forhitari, (mótorhitari) í díselbíl ?

Postfrá Grímur Gísla » 06.des 2011, 20:57

Ég er með fjarstýrða Webasto olíufýringu í Fólksvagni Turan, þaf bara að muna að skilja eftir miðstöðina stillta upp á framrúðuna og á lægsta snúning, eftir 30 mín er bíllinn orðinn heitur og góður.

Þessar miðstöðvar kosta um og yfir 200 þúsund, en það eru öruglega til á partasölum svona miðstöðvar úr VW diesel eða Skoda diesel. Held að þær séu staðalbúnaður í þeim en eru ekki með fjarstýringu, þessar miðstöðvar eru með hringrásadælu á vatninu.
Ef þú færð þér rafmagnshitara í blokkina þá færðu þér bara lítin rafmagnsblásara til að hafa inni í bílnum

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: Forhitari, (mótorhitari) í díselbíl ?

Postfrá Polarbear » 06.des 2011, 22:25

er með svona í jeppanum hjá mér, svona diesel hitara. nota þetta alltaf í 10-20 mínútur áður en ég set í gang í frosti ef ég get. er einmitt líka með þetta tengt við miðstöðina og læt hana stundum blása uppá rúðu líka og hita bílinn, en þá er hann lengur að hitna, svona 30-40 mínútur... enda er kælikerfið hjá mér 15 lítrar heldég... tekur smá stund að hita það :)

þetta er æðislegur búnaður en reynir á rafgeyma. ef þú ekur stuttar leiðir innanbæjar þá nær geymirinn ekki að hlaða sig inná milli, því vatnsdælan og miðstöðin taka jú rafmagn sem og hitarinn (blásari í brennaranum og tölva). ef ég nota minn hitara meira en svona 5 sinnum og keyri stutt á milli þá þarf ég að hlaða geymana mína með hleðslutæki... er reyndar með frekar rólegan, 40 ampera alternator og tvo 80 amp geyma.

mæli hiklaust með webasto eða Eberspacher. þetta er gargandi snilld ef þú ert ekki með innstungu við bílastæðið þitt.


Til baka á “Vara og aukahlutir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur