Síða 1 af 1
Kannst einhver við þessar fjarstýrðar samlæsingar ?
Posted: 07.apr 2010, 15:40
frá svavaroe
Kannst einhver við þessar fjarstýrðar samlæsingar ?
Held að þetta sé einhverskonar universal kerfi. Þetta er í '99 Pajero hjá mér.
Það vill svo til að þetta hætti bara að virka hjá mér fyrir hva, 2árum eða svo. Spáði aldrei í þessu.
Nú er ég búinn að fá nóg og nenni engann veginn að nota lykil í veturfrosti og viðbjóði.
Er búinn að skipta um batterí, farinn að halda að þetta sé fjarstýringinn sjálf.
Svo virðist ég engann veginn finna hvar kerfið er í bílnum sjálfum :D ....



Kærar þakkir.
Re: Kannst einhver við þessar fjarstýrðar samlæsingar ?
Posted: 07.apr 2010, 16:02
frá gislisveri
Mig minnir að ég hafi séð svona á ýmsum VW Polo lyklum, svo hugsanlega er Hekla með þetta.
Re: Kannst einhver við þessar fjarstýrðar samlæsingar ?
Posted: 07.apr 2010, 16:29
frá arnijr
Það er rafmagnsverkstæði upp í Síðumúla sem er með þetta, minnir að þeir séu nálægt B&O búðinni en man ekki fyrir mitt litla líf hvað þeir heita. Voru mjög liðlegir þegar mig vantaði auka fjarstýringu.
Re: Kannst einhver við þessar fjarstýrðar samlæsingar ?
Posted: 07.apr 2010, 16:33
frá svavaroe
getur það verið Nesradio ?
#
Nesradíó ehf radióþjónusta
Síðumúla 19 - 108 Reykjavík
??
Re: Kannst einhver við þessar fjarstýrðar samlæsingar ?
Posted: 07.apr 2010, 16:39
frá arnijr
Það hringir bjöllum og staðsetningin passar við það sem mig minnti. Það er orðið svolítið síðan og minnið eins og hjá gullfisk ;)
Re: Kannst einhver við þessar fjarstýrðar samlæsingar ?
Posted: 07.apr 2010, 16:40
frá svavaroe
hehe. takk. :)
Prufa að koma þar við á eftir.
Re: Kannst einhver við þessar fjarstýrðar samlæsingar ?
Posted: 07.apr 2010, 22:20
frá DABBI SIG
Er með nákvæmlega eins fjarstýringu sem einmitt tók uppá því að virka ekki.
Það fékk nú að bíða í dágóðann tíma með að skipta um batterí og fyrst eftir að ég gerði það vildi þetta ekki virka nema einstaka sinnum.
Það sem gæti verið vandamálið hjá þér líkt og var hjá mér, er að batteríið nær ekki almennilegu sambandi, því það er svo lítill snertiflötur sem það hefur til að þetta virki. Þá var eina ráðið að ég kom batteríunum rétt fyrir og tape-aði þetta svo fast með rafmagnstape-i. Sömuleiðis þarf að ganga úr skugga um að takkinn sjálfur á fjarstýringunni sé réttur í til að þetta virki.
Mæli með að athuga þetta áður en þú ferð í dýrt spaug að kaupa nýtt dót.
Re: Kannst einhver við þessar fjarstýrðar samlæsingar ?
Posted: 07.apr 2010, 23:36
frá elvarö
þetta er frá Nesradó og allt til í þetta þar kveðja Elvar