Síða 1 af 1

Hvernig loftdælu á ég að kaupa mér?

Posted: 18.sep 2011, 21:28
frá vidart
Mundi vera loftdæla fyrir dekkin og þau eru 35 tommu.

Hvað munduð þið mæla með og hvað á að forðast?

Re: Hvernig loftdælu á ég að kaupa mér?

Posted: 18.sep 2011, 21:57
frá vidart
Hverjir eru að selja Fini dælur hérna?

Re: Hvernig loftdælu á ég að kaupa mér?

Posted: 18.sep 2011, 22:24
frá stjanib
vidart wrote:Hverjir eru að selja Fini dælur hérna?



Hér er einn að selja

viewtopic.php?f=32&t=6281

Re: Hvernig loftdælu á ég að kaupa mér?

Posted: 18.sep 2011, 22:45
frá vidart
Þetta var frekar illa orðað hjá mér. Ég ætlaði að spyrja um hvaða fyrirtæki eru að Fini dælur.

Re: Hvernig loftdælu á ég að kaupa mér?

Posted: 18.sep 2011, 22:49
frá vidart
Svo var ég að googla eitthvað fyrirtæki í Hafnarfirði, http://www.styri.is sem er að selja loftdælur. Hefur einhver reynslu af þessum dælum?

Re: Hvernig loftdælu á ég að kaupa mér?

Posted: 18.sep 2011, 23:14
frá AgnarBen
Ég keypti dælu hjá Tryggva í Stýrivélum um daginn en hún dælir þokkalega (skráð sem 150 l. á mínútu) og ætti að duga fínt fyrir 35" dekk. Þetta eru hræbillegar dælur hjá honum enda kínverskar en hann segir að reynslan sé ágæt af þeim, hann er búinn að selja marga tugi af þeim og aðeins 1-2 sem hafa bilað (ofhitnuðu í vélarhúsi)

Re: Hvernig loftdælu á ég að kaupa mér?

Posted: 18.sep 2011, 23:17
frá stjanib
Fossberg er með Fini. Og svo er Artic trucks með Viair og ARB loftdælur t.d.

Re: Hvernig loftdælu á ég að kaupa mér?

Posted: 18.sep 2011, 23:27
frá AgnarBen
stjanib wrote:Fossberg er með Fini. Og svo er Artic trucks með Viair og ARB loftdælur t.d.


Fini hefur líka verið seld seld í Landvélum, Byko og Verkfærasölunni en var reyndar mikið uppseld síðast þegar ég tékkaði. Hún kostar ca 65 þús.kr. ný.

Re: Hvernig loftdælu á ég að kaupa mér?

Posted: 19.sep 2011, 21:27
frá MattiH
Ég er með kínverska frá Tryggva (styri.is) og hún er bara ansi góð miðað við verð. Búin að nota hana slatta og hefur ekki klikkað enn. 7-9-13 ;)

Re: Hvernig loftdælu á ég að kaupa mér?

Posted: 19.sep 2011, 23:32
frá vidart
Já ég er einmitt orðinn soldið heitur fyrir þessari dælu hjá honum.

Re: Hvernig loftdælu á ég að kaupa mér?

Posted: 24.sep 2011, 03:17
frá Haukur litli
Ég keypti tveggja stimpla dælu í N1 fyrir nokkrum árum. Hún var aldrei æðisleg og endaði með brotinn stimpil, enda stimpillinn og stöngin eitt stykki, og úr plasti.

Ég myndi frekar kaupa góða dælu strax í stað þess að þurfa að kaupa dælu aftur eftir 4 ár.