Síða 1 af 1

Vantar Brettakants framhorn á 37" breyttan Patrol 2005

Posted: 14.júl 2020, 16:25
frá diddiminn
Góðan dag :)
Mig vantar svona horn vinstra megin, sjá mynd. Hægri hliðin er í lagi.
Ég veit ekki hvaða jeppabreytingafyrirtæki breytti bílnum en er ekki líklegt að þessi fiberglass horn séu Íslensk smíði?

20200714_145906.jpg
20200714_145906.jpg (1.76 MiB) Viewed 4592 times

20200714_151907.jpg
20200714_151907.jpg (1.83 MiB) Viewed 4592 times


Annað mál, þið sem hafið átt svona bíl, eru einhverjar ákveðnar fóðringar sem eru líklegastar til að valda höggum framanlega vinstramegin undir fótum mér, og titringi sem leiðir upp í stýri og boddy?
Ég get ekki framkallað höggin með því að hrista hann og vagga í kyrrstöðu, höggin koma helst á malavegum þegar vinstra framhjólið fer í holur,

Ég veit mjög lítið sem ekkert um bíla en hef áhuga á að reyna halda bílnum þokkalegum, en dagurinn á verkstæði er dýr þannig að það eru forréttindi að geta borið svona mál undir sérfræðinga hér á Jeppaspjallinu.

Re: Vantar Brettakants framhorn á 37" breyttan Patrol 2005

Posted: 15.júl 2020, 18:30
frá Kiddi
Brettakantarnir koma annað hvort frá Gunnari Ingva (brettakantar.is) eða Formverk.
Það ætti nú samt að vera hægt að láta laga þetta stykki hjá hvaða sprautuverkstæði sem er.

Re: Vantar Brettakants framhorn á 37" breyttan Patrol 2005

Posted: 15.júl 2020, 18:34
frá diddiminn
Takk kærlega, ég hef samband þangað.
Já ég hélt líka að það væri bara hægt að sprauta þetta þar til ég sá hversu mikið það er orðið brotið og lúið á köntum inn í hjólaskálinni.

Re: Vantar Brettakants framhorn á 37" breyttan Patrol 2005

Posted: 17.júl 2020, 22:39
frá diddiminn
Fór til Bílaréttingar Beyja á Akureyri sem dæmdi hornið ónýtt, en mér til yndisauka fékk ég svar frá Fjallasport.is að þeir gera nýtt horn handa mér fyrir 20þús sem ég þáði glaður. Svo pantaði ég nýja dempara, hver veit nema það sé ónýtt demparagúmmí að valda þessum samslætti.
Ps, er einhver á Íslandi að selja Touch Dog stýrisdempara? https://www.superiorengineering.com.au/4x4-suspension/steering-dampers/tough-dog-return-to-centre-steering-damper-gu-22000-wagon-on-1346?filter=140%2C355%2CNissan-Patrol-GU-1998-2016--WagonDiesel3ltTD

Tók upp vídjó fyrir nokkrum dögum í öskjuskreppu (og smá Kverkjfjöll):

Re: Vantar Brettakants framhorn á 37" breyttan Patrol 2005

Posted: 18.júl 2020, 13:04
frá Járni
Flott myndband!

Ég kannast ekki við þessa stýrisdempara, en ég átti Y61 patrol sem ég setti Koni í þegar sá orginal gafst upp.

Í sambandi við bankið, þá man ég að ballancestangarendarnir entust ekki lengi, hvort það heyrðist hátt í þeim skal ég ekki segja.