óe. framhásingu undir Ram 1500


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 240
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

óe. framhásingu undir Ram 1500

Postfrá petrolhead » 29.okt 2017, 12:24

Vantar framhásingu undir Dodge Ram 1500 gen2, nóg að það sé bara rörið.
Ef einhver lumar á svona og vill láta þá má viðkomandi gjarnan senda mér línu á netfangið gardartr@gmail.com

Kveðja
Garðar


Dodge Ram 1500/2500-41"


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 240
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: óe. framhásingu undir Ram 1500

Postfrá petrolhead » 28.nóv 2017, 20:51

Vantar ennþá!!!
Og vantar sárlega þar sem vel hefur snjóað hér fyrir norðan!!!

Þannig er að innri liðhúsin á hásingunni eru skemmd (bogin) en rörið sjálft er í lagi svo ég skoða einnig aðrar Dana 44 hásingar sem ég annað af tvennu gæti notað í heilu lagi eða þá tekið liðhúsin af og flutt á hásinguna sem ég er með. Eina sem er "möst" er að það passi 15" felga á hjólnafið, með boltun 5 í 5-1/2" (eða 5 í 139,7 sem ég held að sé millimetra málið)

Nú spyr ég mér fróðari menn, hvað passar upp á sporvídd og dropp á drifkúlu...eldri Ram ?? Stóri Bronco ?? Ford F-xxx ??

kveðja
Garðar
Dodge Ram 1500/2500-41"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1277
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: óe. framhásingu undir Ram 1500

Postfrá íbbi » 28.nóv 2017, 23:18

bara fyrir forvitnissakir, er það "C-ið" sem er bogið og bíllinn með neikvæðann camber?
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 240
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: óe. framhásingu undir Ram 1500

Postfrá petrolhead » 28.nóv 2017, 23:37

Sæll Íbbi
Já C-ið er bogið, efri hlutinn er genginn upp og inn og hjólhallinn afskaplega neikvæður öðru megin og frekar neikvæður hinu megin.

Kveðja
Garðar
Dodge Ram 1500/2500-41"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1277
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: óe. framhásingu undir Ram 1500

Postfrá íbbi » 29.nóv 2017, 19:42

mig grunar að þetta sé að hrjá minn líka.

þetta er víst mjög algengt með þessa bíla, menn eru að "leysa" þetta með stillanlegum spindilkúlum frá moog m.a sem er gera manni kleift að stilla camberinn aftur í eðlilegt horf
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 240
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: óe. framhásingu undir Ram 1500

Postfrá petrolhead » 01.des 2017, 04:43

Já ok, ég vissi ekki að þetta væri þekkt vandamál.

Ég var búinn að skoða þessar Moog spindilkúlur en ég held bara að annað C-ið sé það illa farið að ég nái ekki að rétta camberinn með því móti :-( svo er spurning hvort það er ekki bara bráðabirgða redding ef þetta er þekkt vesen á þessum bílum, minn er líka á 38" svo það er komið meira álag á þetta.
Þess utan þá mundi ég alveg vilja losna við þessar "unit" legur og fá gömlu gerðina með tveim keflalegum og driflokum í staðinn, finnst það meira traustvekjandi :-).

kveðja
Garðar
Dodge Ram 1500/2500-41"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1277
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: óe. framhásingu undir Ram 1500

Postfrá íbbi » 01.des 2017, 12:39

Það eru til sölu a.m.k 2 sett af hásingun undan 2500 cummins bílum, d60 að framan, hún gengur beint undir, staðfestingar, stýrisbúnaðar og allt klabbið, það væri hiklaust mitt val,

Mér finnst d44 óttalegt pjátur í svona bíl, enda eru þeir að beygja húsin og brjóta öxla villt og galið,
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Ragnar Karl
Innlegg: 72
Skráður: 23.apr 2010, 21:44
Fullt nafn: Ragnar Karl Gústafsson

Re: óe. framhásingu undir Ram 1500

Postfrá Ragnar Karl » 01.des 2017, 13:43

Sælir.

Ég er búinn að fara nokkra hringi með þetta framdrifsdót undir 1500 bílnum.
Bíllinn hjá mér er Ram 1500 95-95 með 5,2 magnum. 44" á veturna og 38" á sumrin.

Fyrst prófaði ég að breyta hjólbúnaðinum til að losna við unit leguna. Það sem þarf til þess er frammhásing sem heitir í partabókum Dana 44 ramcharger 80-93 minnir mig. Af henni notaði ég innra og ytra liðhúsið, skar sem sagt RAM dótið í burtu og sauð Ramchargerin við Ram rörið. Þetta er sama stóra 5 gata deilingin og bremsubúnaður sem passa inní 15" felguna, og þetta er naf með loku og tveimur hjólalegum, Ytri öxullinn var notaður hægrameginn en innri og yrti notaður vinnstrameginn, það þarf að skera ca 1cm af rillunni inní kúlu vinstrameginn (má kannski rekja til smá skekkju í smíðinni, hefði getað soðið innra liðhúsið einum cm utar á rörið). Allt gott og vel.
Fljótlega einsog þið hafið væntanlega mátt reyna þarf svo að gelda samtengingarbúnaðinn á langa öxlinum. Ég tók bara vakúmmótorinn af og smíðaði lok yfir og gaffal sem heldur öxlinum alltaf saman, sem sagt ég hélt mig við að hafa langa öxulinn í tveimur pörtum. Ég var búinn að finna út að Wagaoner framöxull gæti leist þetta dót af hólmi en það kom bara aldrei til þess hjá mér.
Þetta er ekki öflugur búnaður þannig séð og algerlega á mörkum hins þolanlega fyrir þennan djöfulgang sem þetta má þola hjá mér. Innra og ytra liðhúsið eru ekki mjög kjötmikil. Eftir þessa breytingu tókst mér tekist að brjóta eitt ytraliðhús, loftlás, tværlokur, pinjón (má sennilega rekja til þess að öðrumeginn við loftlásinn var of lítil lega) og 3 sinnum hef ég brotið innri og ytri öxlana vinstrameginn, eða krossinn fór og hann svo stútaði báðum öxlunum, og ég skipti um spindlana efti og neðri árlega, þrátt fyrir mjög lítinn akstur.

í byrjun 2014 fór ég svo í hásingaskipti.
Framhásingin, Dana 44 revers HD undan 1979 árg. 250 Ford. Þetta er hásing með 1/2" efnisþykt í rörum, innra liðhúsið er talsvert öflugra en orginal Raminn 95 og Ramcharger dótið sem ég var með. Þessi hásing er auðþekkjanleg á því að vinstrameginn í kúlunni er sæti fyrir blaðfjaðrir og miðfjarðarboltann. Hún sporar mjög nálægt því sama og orginal Raminn gerir. Einnig breyti ég stýrisganginum í heila togstöng.
Undir hann að aftan fór svo Dana 60 1977 econoline með fljótandi legum. Þurfti að lengja annað rörið á henni um 63 mm. og snikka til öxul eftir því. Ein af ástæðunum fyrir þessum hásingaskiptum var meðal annars að lækka hlutföllin en orginal Chrysler 9,25 afturhásingin bíður ekki uppá lægra en 4,56 og það er ekki hægt að fá loftlás í Chrysler 9,25.
Þetta er 8 gata gamla deilingin og frambremsurnar komast ekki inní 15" felguna nema eftir smá slípivinnu.

Buinn að fá nóg af öxulbrotum og leiðindin sem fylgja því að vera sífelt að passa gjöfina eru ekki á mann einsog mig leggjandi. Ég keypti í þessa frammhásingu RCV öxla. Þetta er helvíti hraustur búnaður með kúlulið í staðinn fyrir kross. Þetta kostar en er vel þess virði til lengri tíma litið.
Síðasta breitingin sem ég gerði á framhásingunni var að ég skipti út ytri liðhúsunum fyrir REID Racing HD liðhús, keypti þau á Summit fyrir 250$ stk.. Þetta er afskaplega traustvekjandi dót, mikið kjöt á beinunum, eru ca1,2 kg þyngri en orginalin. Ég reyndi að útvega mér Dynatrax spindla í þetta en það er víst ekki til. Skrifaði þeim tvö bréf og kvaðst undrandi á að svo skyldi ekki vera. Endaði á að kaupa MOOG spindla á Summit.

í dag er þetta oftar en ekki keyrt á jólagjöfinni, læst í bak og fyrir með stýrið hart í bak eða stjór, gildir einu, og hefur haldið nema hlutfallið að framan brotnaði uppi á Grímsfjalli síðasta vetur en það var hlutfall sem var í hásingunni þegar ég keypti hana og ég hef ekki hugmynd um aldur eða notkun á því, gæti hafa verið 25 til 30 ára þess vegna.

kv. Ragnar Karl Gústafsson

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1130
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: óe. framhásingu undir Ram 1500

Postfrá Startarinn » 01.des 2017, 21:43

Góður pistill
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 240
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: óe. framhásingu undir Ram 1500

Postfrá petrolhead » 03.des 2017, 05:47

Bestu þakkir fyrir frábæra lesningu Ragnar.

Auðvitað heillar mann mest að fara í Dana 60 sett, EN.... hásingar + hlutföll + felgur + dekk = $$$$ svo það er ekki á fjárlögum hjá mér alveg í bráðina. Það er hins vegar ekkert ósennilegt að maður fari að viða að sér dóti í D60 swap í rólegheitum en fram að því þarf ég með einhverjum ráðum að gera framhásinguna sem ég er með undir bílnum nothæfa og mér líst vel á þessa lausn að finna Ramcharger hásingu og stela af henni því sem mig vantar, væri kannski ekki úr vegi að bæta smá styrkingum á innri liðhúsin í leiðinni.
Þetta er kunnuglegt með wacumatorinn því ég er einmitt búinn að festa CAD dótið á hásingunni hjá mér svo það er alltaf inni.

Manstu það Ragnar hvort það eru sömu hjöruliðir í Ram og Ramcharger hásingunum ?

kveðja
Garðar
Dodge Ram 1500/2500-41"

User avatar

jongud
Innlegg: 2161
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: óe. framhásingu undir Ram 1500

Postfrá jongud » 03.des 2017, 09:42

Ragnar Karl wrote:...
í byrjun 2014 fór ég svo í hásingaskipti.
Framhásingin, Dana 44 revers HD undan 1979 árg. 250 Ford. Þetta er hásing með 1/2" efnisþykt í rörum, innra liðhúsið er talsvert öflugra en orginal Raminn 95 og Ramcharger dótið sem ég var með...

kv. Ragnar Karl Gústafsson


Það er líka hægt að styrkja Dana 44 HD með því að troða í hana Dana 50 drifi og hlutfalli;
http://www.jantz4x4.com//jantz.php?p=detail&pro=jana_54


Ragnar Karl
Innlegg: 72
Skráður: 23.apr 2010, 21:44
Fullt nafn: Ragnar Karl Gústafsson

Re: óe. framhásingu undir Ram 1500

Postfrá Ragnar Karl » 03.des 2017, 12:22

Já takk fyrir það Ástmar. Sá samt eftir á að þessi pistill er í floknum auglýsingar en ekki Breytingar og viðgerðir.

Sæll Garðar.
Já það eru sömu hjöruliðirnir í þessu. Þegar ég var að brjóta þetta dót vinstrameginn, (stutti öxullinn brotnaði alltaf aldrei sá langi) þá keypti ég á Ljónstöðum innri öxulinn Ram 1500 árg. 95 til 98 og sá ytri er 19 rillu Ramcharger 80 til 93. þurfti alltaf að skera 1 cm af rillunum á Ramöxlinum. það er alltí lagi þar sem lengdinn á rillunum er rúmlega dýptin á mismunadrifshjólinu í ARB lásnum. Krossinn er standard, man ekki málið á honum. Var búinn að skoða einhverjar tvær tegundir af einhverju súper súper sterku krossadóti en RCV varð niðurstaðan það er til langstíma litið besta lausnin, þetta er stórsniðugt dót. Öll öxulbrotstilvikin eiga þetta sameginlegt. 1# driflásinn er á. 2# úrhleypt á 44" dekkjum 3# bíllinn í beygju 4# einhver smá gjöf ekki endilega í botni en smá átök.
RCV öxlana keypti ég í geggnum Óla á Ljónstöðum, það var bara ódýrast.
Liðhúsin gætir þú styrkt já með einhverjum þríhyrningum soðnum niður á rörið og uppað efti brún liðhúsins, þetta klassíska. eftir að þú ert búinn að beygja þetta í samt horf aftur.

Sæll Jón.
já þetta verður raunin ef þetta brotnar aftur hjá mér. Er búinn að kynna mér þetta talsvert. Bæði hvernig þetta er gert þarna hjá Jantz og svo bara með því að horfa á þessa hluti uppá borði, með góðum vinum og bjór í hönd :-)
Fræsivinnan til að koma 9" háum dana 50 kambnum inní Dana 44R kúluna er sára lítil, en aðal vinnan með fræsinn er að koma innri pinjónlegunni í húsið, en er alls ekki ógerlegt. Radial færslan á kamhjólinu myndi ég gera öðruvísi en Carl gerir hjá Jantz, sem felur í sér að snikka til lásinn og hliðra legunum til og minka leguna öðrumeginn við lásinn til að "bakka" frá pinjóninum. ég myndi bara renna aftan af kambnum, það er mun minna mál.

kv Ragnar Karl.

User avatar

íbbi
Innlegg: 1277
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: óe. framhásingu undir Ram 1500

Postfrá íbbi » 04.des 2017, 00:07

ég vona að það sé ekki illa liðið að ég hafi óvart breytt þessum þráð í spjallþráð.

en mikið djöfull er hann góður samt :D

frábær innlegg ragnar, bíllinn hjá mér er á 35" og með loftlás í framhásinguni, þegar ég fékk hann var hann búinn að brjóta bæði innri og ytri öxul vinstra meginn, seljandinn sagði við mig að öxullinn lægi inn í bílnum, sá öxull var hinsvegar gríðarlangur, eftir smá pælingar grunar mig að það hafi verið búið að setja í hann heilan öxul úr 198x ford í stað sundurtekna öxulsins h/m
sem gefur manni nú hint um að það sé búið að margbrjóta öxla í bílnum hjá mér, og ég er nokkuð viss um að það sé smá skekkja í öðru liðhúsinu

þannig að það virðist ekki þurfa 44" til að brjóta og bramla
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 240
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: óe. framhásingu undir Ram 1500

Postfrá petrolhead » 26.jan 2018, 07:26

Jæja það er sennilega bara best að að halda áfram með þetta sem spjallþráð, sér í lagi þar sem þetta skilaði engum árangri sem auglýsing :-)

Þar sem lítið hefur gengið að fá D44 hásingu undir Ram þá ákvað ég að gera smá tilraun og sjóða innan í C-ið sem var meira bogið til að sjá hvort það væri eitthvað hægt að rétta þetta þannig.
Ég pinnasauð 3 rendur lárétt og lét þetta svo kólna, þegar þetta hafði kólnað um stund heyrði ég smell og fór að skoða hvað hefði gerst enþá hafði neðri spindilkúlan gengið um 3mm niður í sætinu svo neðri endinn á C-inu er greinilega boginn líka þarna megin en ekki bara efri eins og ég reiknaði með...við svo búið var þessu raðað saman og bílunum rúllað út úr skúrnum.

Eftir þetta gerði ég nokkra leit að D44 hásingu sem mundi passa, ja svona c.a. alla vega, en fann ekkert sem ég gat notað svo niðurstaðan varð fyrir rest sú að ég er búinn að fasta kaup á hásingasetti undan 2500 Ram og þar með byrja fjörið og væntanlega aukinn fjárlagahalli í framhaldinu... hlutföll, felgur og dekk...kannski driflás eða tveir ef Visa frændi lofar :-P

En úr því að ég er kominn í þá stöðu að þurfa önnur dekk þá er ég að hugsa um að fara í aðeins stærra er 38" og hef verið heitastur fyrir 41"-42" í því sambandi því ég þarf ekkert að breyta bílnum til að koma því undir. Ég hef verið að horfa í 41 Irok, því langar mig að varpa fram spurningu til þeirra sem hafa átt Irok hvernig þeim hafi líkað ?

Og annað, ef ég fer í t.d. 41" hvað er gott hlutfall fyrir þá stærð....4.56 ?? 4.88 ??

MBK
Gæi
Dodge Ram 1500/2500-41"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1277
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: óe. framhásingu undir Ram 1500

Postfrá íbbi » 26.jan 2018, 17:47

já ég held að uppfærsla í D60 sé eina vitið, ef ég ætlaði sjálfur í stærri dekk kæmi ekkert annað til greina. m.v mín kynni af d44 myndi ég ekki vilja sjá þetta rör með stærri dekkjum.

það er ótrúlega algengt að þeir beygji C-ið ég sá að annað þeirra hjá mér er bogið um 2-3 mm
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 240
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: óe. framhásingu undir Ram 1500

Postfrá petrolhead » 17.feb 2018, 21:44

Já það virðist vera algengt að C-ið gefi sig á þessum hásingum og þegar maður "googlar" þetta þá eru menn að tala um að þetta sé að gefa sig á 33" og 35" þó bílarnir séu að mestu leiti í hefðbundinni notkun en ekki mikilli off road notkun en C-ið er líka frekar efnislítið á þessum hásingum.

Ég var aðeins að skoða þetta betur á hásingunni hjá mér og hægra megin, þar sem þetta er minna bogið, er öxullinn í miðju rörinu...alla vega sér maður ekki annað... svo þar hefur líklega bara efri endinn á C-inu gengið inn og væri örugglega hægt að rétta þetta og styrkja svo það hefði frið en vinstra megin er öxullinn ekki í miðju röri, það er c.a. tvöfalt meira bil neðan við öxulinn heldur en ofan við hann svo þar er greinilega allt gengið úr skorðum og ekki við bjargandi.

MBK
Gæi
Dodge Ram 1500/2500-41"


Til baka á “Vara og aukahlutir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir