Síða 1 af 1

Vantar 3kw einsfasa rafmótor

Posted: 15.feb 2011, 22:26
frá helgiaxel
Vantar 3kw einsfasa rafmótor, er með 3ja fasa 3kw mótor sem ég geti látið í staðin

Kv
Helgi Axel Svavarsson
898-6514
617-6567

Re: Vantar 3kw einsfasa rafmótor

Posted: 18.feb 2011, 10:48
frá Stebbi
Geturðu ekki sett á hann þéttir og breytt honum í einfasa mótor? Allir mótorar eru með 3gja fasa vöfum eini munurinn á einfasa og 3gja fasa er tengingin. Það er notaður þéttir til að búa til 3ja fasan ef hann er með einfasa tengingu.

Re: Vantar 3kw einsfasa rafmótor

Posted: 18.feb 2011, 13:01
frá Izan
Sælir

Stebbi; ekki bulla.

Hvað þarftu að láta mótorinn gera?

Kv Jón Garðar

Re: Vantar 3kw einsfasa rafmótor

Posted: 18.feb 2011, 20:51
frá Stebbi
Izan wrote:Sælir

Stebbi; ekki bulla.

Hvað þarftu að láta mótorinn gera?

Kv Jón Garðar


Ég er ekkert að bulla, þú þarft ekki nema að líta inní tengibox á þokkalegri einfasa loftpressu til að sjá þetta, yfirleitt er þéttirinn tengdur frá núlli og yfir á L3 og þá eru þrjú vöf á móti inngangstengingum. En það þarf að reikna út stærð þéttisins miðað við afl mótors og hann þarf að þola það afl sem mótorinn tekur. Það sem er slæmt við þetta er að þetta dregur verulega úr afkastagetu mótorsins.

Ef þú vilt kaupa svona mótor tilbúin þá mæli ég með Scanver í Dugguvogi 10, þeir ættu að getað útvegað þér mótor í það sem þú þarft á góðu verði.

Re: Vantar 3kw einsfasa rafmótor

Posted: 21.feb 2011, 08:13
frá helgiaxel
Ég þarf þetta fyrir loftpressu sem ég var að eignast, það er erfitt að fá einsfasa mótor yfir 2,2kW og þeir eru rándýrir, ég var búinn að heyra þetta með að nota þétti við mótorinn og á eftir að kanna það betur, hvernig það kæmi út

Kv
Helgi Axel

Re: Vantar 3kw einsfasa rafmótor

Posted: 21.feb 2011, 08:33
frá helgiaxel
En mótorinn hlýtur að slappast e-h við þéttinn, flestir 3ja fasa mótorar eru tengdir í stjörnu og eru þá með 380V spennu, ég fæ auðvitað bara 230V úr einsfasa kerfi, en þetta er samt einfaldasta lausnin held ég.

Kv
Helgi Axel

Re: Vantar 3kw einsfasa rafmótor

Posted: 21.feb 2011, 08:55
frá Stebbi
Einhverstaðar las ég að þú ferð alveg niður í 66% af afli mótorsins með þessu. Fer að vísu eftir þétti og mótor.
Svo er hægt að vera með sitthvorn start og gangþéttirinn sem ætti að hlífa mótornum aðeins betur, en ef það er ekki nóg þá er tíðnibreytir málið.

Re: Vantar 3kw einsfasa rafmótor

Posted: 22.feb 2011, 23:00
frá Izan
Sælir

Stebbi wrote:eini munurinn á einfasa og 3gja fasa er tengingin.


Þetta er það sem ég átti við að væri bull. Einfasamótorar eru bara með 2 vöfum einu gang og einu startvafi. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera fokdýrir, mun dýrari en 3 fasa mótorar. Það eru venjulega 2 þéttar, annar til að valda startvafinu miklu fasviki til gangsetningar og hinn til að mótorinn gangi.

Það er hægt að tengja 3fasa mótor við 1 fasa veitu með þétti en þá er hætta á að þú fáir ekki nóg ræsiafl. Hitt sem er í boði er að finna riðabreyti því að margir þeirra taka við einum fasa og skila 3. Þeir eru náttúrulega rándýrir líka og tilgangslausir fyrir loftpressu því að þeir eru gerðir til að hægja á mótorum.

Hinsvegar bjóða þeir upp á allskyns möguleika til að stýra framhjáhleypingu t.d. relay útgang sem myndi gefa þegar mótorinn hefur náð fullum hraða. Svoleiðis uppsetning gæti minkað ræsiaflið mikið og tryggja riðabreytinum gangsetningu.

Ískraft og reykjafell selja bærilega tíðnibreyta, einfalda og sjálfsagt ekki svo hræðilega dýra.

Kv Jón Garðar

Re: Vantar 3kw einsfasa rafmótor

Posted: 18.okt 2011, 19:21
frá ellisnorra
Bls 78 í þessu riti hér
http://www.fva.is/~flemming/hsrafvirkju ... otorar.pdf

er allt sem fólk kærir sig að vita um nákvæmlega þessa breytingu :)

Re: Vantar 3kw einsfasa rafmótor

Posted: 18.okt 2011, 21:06
frá ivar
Af hverju að standa í öllu þessu brasi :)
Af hverju ekki bara að fá sér einsfasa loftpressu sem er örugglega lítið ef eitthvað dýrari...

Síðan er annað, ég á 1 fasa 3hp loftpressu og get alveg eins notað þriggja fasa ef hún er í góðu standi. Getur haft samband ef þetta er eitthvað sem þú hefur áhuga á.