Síða 1 af 1
					
				Gráni dó!
				Posted: 03.nóv 2016, 22:12
				frá Landman
				Hann gráni minn bara dó! Nánar tiltekið er hann MMC L200 89módel með 2,5 dísel mótor sem vill ekki lifa lengur. Svo ég biðla til ykkar jeppaliða (jeppaliði svo alls jafnréttis sé gætt) lumar ekki einhver á nonturbo 2,5 dísel. Með von skjótan og góðan árangur.
 Kv: Sig. Bjarki  sími 8552504
			 
			
					
				Re: Gráni dó!
				Posted: 04.nóv 2016, 12:34
				frá Sævar Örn
				Færð þér bara ónýtan galloper á 50.000kr  og notar mótor úr honum hann er svipaður og l200 mótorinn ætti að passa beint á mótorfestingar og tengir framhjá þjófavörn á olíuverkinu þá er þetta bara að dansa hjá þér...
			 
			
					
				Re: Gráni dó!
				Posted: 05.nóv 2016, 00:30
				frá Landman
				Þetta er styðsta gerð af L200. Eins orginal og hægt er innan ákveðinna fráviksmarka. Ég er þriðji eigandi frá upphafi og ansi heitur í að halda orginalheitunum innan fráviksmarkanna. Langar ekki til að standa mixi ef hægt er komast hjá því. Það hlýtur einhver að luma á 2,5d MMC mótor. Endilega takk!
			 
			
					
				Re: Gráni dó!
				Posted: 05.nóv 2016, 11:44
				frá svarti sambo
				Sami mótor í Hundai H100 sendibílnum. Ekki 4x4 bílnum. Sennilega er sami mótor líka í L300.