Síða 1 af 1

ÓE Alternator í Hilux 1992 2.4 bensín

Posted: 03.okt 2016, 14:51
frá Hiluxtoffari
Vantar alternator í 1992 bensín 2.4 hilux. Lenti í því að drekkja honum í drullu og sat þar fastur í klukkutíma, var einnig að spá hvort að einhver hafi lent í þessu og náð að þrífa hann og fengið hann til að virka aftur.
Var að keyra þúsund vatna leið og keyrði vitlaust í sirka 1.2m djúpan drullupoll fyrir neðan veginn bíllinn sat þar í klukkutíma fastur með alternatorinn undir, þegar það var dregið hann upp náðum við að draga hann í gang (var rafmagnslaus í pollinum). Þá prófaði ég að slökkva á honum og setja hann aftur í gang og hann rauk í gang, ég veit að hann hlóð eitthvað inná sig þar sem að hann neitaði að starta leið og það var búið að draga hann upp. Keyrði hann síðan nánast alla leið í bæinn og þá slökknuðu öll ljós í mælaborði og mælarnir hættu að virka, svo sirka 200m frá að það gerðist deyr á öllu rafmagni ljósum hassard svo loks bílnum. Síðan var reynt að draga hann í gang en ekkert gerðist. Hef ekkert reynt eftir það.

Re: ÓE Alternator í Hilux 1992 2.4 bensín

Posted: 03.okt 2016, 16:55
frá hobo
Ég held að ég eigi eitt stykki svei mér þá. Ef þú setur inn mynd af honum get ég staðfest það.

Re: ÓE Alternator í Hilux 1992 2.4 bensín

Posted: 04.okt 2016, 00:35
frá biturk
Hvort pluggið er a þínum

Re: ÓE Alternator í Hilux 1992 2.4 bensín

Posted: 14.des 2016, 23:14
frá ingi árna
Ég á einn til.
Ingi 7767550

Re: ÓE Alternator í Hilux 1992 2.4 bensín

Posted: 15.des 2016, 10:03
frá villi58
Er ekki vacumdæla á bensínbílnum ?

Re: ÓE Alternator í Hilux 1992 2.4 bensín

Posted: 15.des 2016, 16:36
frá hobo
villi58 wrote:Er ekki vacumdæla á bensínbílnum ?


Vacumdælur eru bara notaðar á vélum með túrbínu, síðast þegar ég vissi.

Re: ÓE Alternator í Hilux 1992 2.4 bensín

Posted: 15.des 2016, 18:52
frá biturk
Eg hef aldrei séð vaccumdælu á alternator nema á dieselbílum

Bæði turbo og non turbo

Re: ÓE Alternator í Hilux 1992 2.4 bensín

Posted: 16.des 2016, 03:36
frá villi58
hobo wrote:
villi58 wrote:Er ekki vacumdæla á bensínbílnum ?


Vacumdælur eru bara notaðar á vélum með túrbínu, síðast þegar ég vissi.

Minn var orginal no turbo og er með vacumdælu eins og allir disel Hilux sem ég veit um.

Re: ÓE Alternator í Hilux 1992 2.4 bensín

Posted: 16.des 2016, 06:50
frá hobo
Nú ok, greinilega rosalega langt síðan ég hef séð non turbo dísel bílvél ;)