Síða 1 af 1

LC 90 afturhásing

Posted: 14.júl 2016, 22:37
frá ÓskarÓlafs
Sælir, ekki vill svo heppilega að einhver hérna lumi á afturhásingu í LC 90 ? Eða viti hvar er hægt að láta gera við þetta helvíti ?

Re: LC 90 afturhásing

Posted: 15.júl 2016, 09:07
frá jongud
Hvað er bilað í hásingunni?

Re: LC 90 afturhásing

Posted: 15.júl 2016, 11:22
frá ÓskarÓlafs


Þar sem rauði punkturinn er (vinstra megin) er komið gat niðrí öxla og hann ælir upp olíu þar (og vatn og drulla er að komast niður líka)

Re: LC 90 afturhásing

Posted: 15.júl 2016, 14:10
frá jongud
Ljótt að heyra, þetta er að bila á öllum Toyota hásingum með gormafjöðrun, Öllum Crúserunum og 4-Runner.
Ég þurfti að láta smíða stífuturnana upp hjá mér og á endanum var það bara umboðið sem vildi taka þetta að sér. Kostaði helling, en þetta er vandað.

Re: LC 90 afturhásing

Posted: 15.júl 2016, 14:47
frá ÓskarÓlafs
Arg, ljótt að heyra að bara umboðið taki þetta að sér.... var að vonast til að þurfa ekki að tala við þá :P

Re: LC 90 afturhásing

Posted: 15.júl 2016, 17:41
frá jongud
ÓskarÓlafs wrote:Arg, ljótt að heyra að bara umboðið taki þetta að sér.... var að vonast til að þurfa ekki að tala við þá :P


Þú gætir líka prófað einhverja aðra ef þú veist um einhverja góða suðumenn.

Re: LC 90 afturhásing

Posted: 16.júl 2016, 00:18
frá biturk
Sjóða í þetta eða pússa og setja stálkítti :)

Re: LC 90 afturhásing

Posted: 16.júl 2016, 18:36
frá grimur
það er nú ekkert stórmál að spretta þessum vösum af, sjóða í götin og steikja nýja á eða bara aftur þá gömlu ef þetta er bara undir suðunum þarna í kverkum.
Aðal atriðið að ganga frá þannig að skítur sitji síður þarna í og haldi blautri salt drullunni á þessu, og svo tæringarvarnir. Best væri að heitzinka kvikindið, en það er svolítið vesen fyrir margar sakir.