Blessaður,
Ég átti svona Grand með sömu vél og tókst í tilraun 2 að finna vél sem hélt. :) Vandamálið er að það er nær vonlaust að finna vélar í þessa bíla vegna þessa að 40-50% af þessum bílum hefur vélin farið (hedd, á 2 öftustu).
Það sem er að fara með þessar vélar er að það nægir að einn eigandi á leiðinni noti ekki rétta olíu eða trassi olíuskipti.
Svona er staðan sem maður er í:
- Finna vél t.d. á partasölu en þá kostar hún augun úr og ekkert vitað um ástand eða einhver ábyrgð tekin. (300.000 býst ég við)
- Finna ódýran bíl (eða þannig) með kannski góða sögu, keyra í smá tíma og svissa svo. (200.000+)
Þessar aðferðir að ofan geta kostað mjög mikið sérstaklega ef maður getur ekki gert eitthvað sjálfur og þú veist eiginlega ekki hvort þetta endist í 3 mánuði eða 10 ár.
Uppgerð á vél á Íslandi = 850.000+
Ef þetta bíll sem þú vilt virkilega eiga þá myndir ég flytja inn "long block" uppgerða vél frá USA. Miklu ódýrara en að láta gera hana upp á Íslandi. Kostar svona $2100-$2300 + flutningur + VSK c.a. 450-500 þús komið til Íslands en hérna ertu með nýjan/uppgerðann hlut. (hægt að taka þetta inn í gegnum t.d. shopusa.is)
-
http://www.ebay.com/itm/1999-2007-JEEP- ... GZ&vxp=mtr-
http://www.ebay.com/itm/4-7L-ENGINE-REB ... Z5&vxp=mtrVonandi hjálpar þetta þér eitthvað.
Kv,
Þórir