Læsingamótor í 90 cruiser á netinu?


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Læsingamótor í 90 cruiser á netinu?

Postfrá Tollinn » 03.jan 2016, 09:13

Sælir félagar

Hefur einhver fundið læsingamótor í 90 cruiser á netinu. Þetta kostar skildinginn hérna heima og var að velta því fyrir mér hvort þetta sé ekki ódýrara að utan

kv Tolli




villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Læsingamótor í 90 cruiser á netinu?

Postfrá villi58 » 03.jan 2016, 11:38

Spurning hvort borgi sig að finna þetta á netinu, mundi skoða lofttjakk.


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Læsingamótor í 90 cruiser á netinu?

Postfrá Tollinn » 03.jan 2016, 16:23

Mér finnst rafmagnslæsingin fín, helst í lagi ef hugsað er um þetta


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Læsingamótor í 90 cruiser á netinu?

Postfrá Navigatoramadeus » 03.jan 2016, 17:15

ef mótorinn er ónýtur kostar nýr rúmar 100þkr, ætli lofttjakkur, lokar, lagnir og þokkaleg dæla, kosti ekki svipað en í leiðinni ertu með dælu fyrir dekk, win win fyrir minn smekk amk, já og getur læst í háa drifinu líka (þó það sé hægt með tölvunni líka).


Snake
Innlegg: 26
Skráður: 11.nóv 2014, 18:30
Fullt nafn: Sigurjón arnarson
Bíltegund: Toyota

Re: Læsingamótor í 90 cruiser á netinu?

Postfrá Snake » 03.jan 2016, 22:15

Ein spurning þessu tengd. Ég læsti einu sinni bílnum hjá mér í lága drifinu en gleymdi að taka lásinn af þegar ég fór í háadrifið. Lásinn virtist ekki fara af við það. Hafa fleiri orðið var við það. Er með LC100.


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Læsingamótor í 90 cruiser á netinu?

Postfrá Tollinn » 04.jan 2016, 07:30

Þekki það ekki, en ég er nú að reyna að finna læsingamótor á töluvert minni pening en það og því er ég að leita á netinu, lofttjakkur heillar mig ekki neitt og ég er ekki að nota læsinguna nema við aðstæður þar sem háa drifið er ekki kostur, loftdæluna á ég til og vil ekki festa hana í bílinn


haffij
Innlegg: 173
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Læsingamótor í 90 cruiser á netinu?

Postfrá haffij » 04.jan 2016, 07:56

Ertu viss um að þinn sé alveg ónýtur? Kallarnir í Tæknivélum á Tunguhálsi eru ansi lunknir við að gera þessa mótora upp svo framarlega sem þeir eru ekki alveg morknaðir í sundur eða brotnir.

Ég myndi tékka á því ef ég væri þú.

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Læsingamótor í 90 cruiser á netinu?

Postfrá jongud » 04.jan 2016, 08:20

haffij wrote:Ertu viss um að þinn sé alveg ónýtur? Kallarnir í Tæknivélum á Tunguhálsi eru ansi lunknir við að gera þessa mótora upp svo framarlega sem þeir eru ekki alveg morknaðir í sundur eða brotnir.

Ég myndi tékka á því ef ég væri þú.


Alveg sammála þarna, þeir gera þetta vel og vandlega. Ég leitaði í fyrra á netinu að læsingamótor, og þeir eru varla nokkuð ódýrari þar.


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Læsingamótor í 90 cruiser á netinu?

Postfrá Tollinn » 04.jan 2016, 10:15

Ok, ég tékka kannski á þessu. Ég hef nefninlega góða reynslu af þessum mótorum svo lengi sem þeir eru reglulega notaðir. Hafa menn þá rifið þá úr og blindað gatið eða er þetta spurning um að leggja bílnum á meðan maður er með mótorinn í höndunum?


haffij
Innlegg: 173
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Læsingamótor í 90 cruiser á netinu?

Postfrá haffij » 04.jan 2016, 10:36

Það hafa einhverjir smiðað sér plötu til að loka gatinu, þá þarf bara að tryggja að læsingagaffallinn sé fastur svo að það sé engin hætta á að læsingin færist neitt.


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Læsingamótor í 90 cruiser á netinu?

Postfrá Tollinn » 04.jan 2016, 11:19

Já meinar, kannski að það sé bara öruggast að leggja bílnum rétt á meðan


haffij
Innlegg: 173
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Læsingamótor í 90 cruiser á netinu?

Postfrá haffij » 04.jan 2016, 11:52

Jebb, eða bara fara með bílinn í Tæknivélar, þá geta þeir líka prófað allt og verið vissir um að allt virki eins og það á að gera.
Það vill líka bera á því að lagnirnar á milli grindar og hásingar svíki í þessu.


Til baka á “Vara og aukahlutir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 48 gestir