Síða 1 af 1
					
				Vantar bremsukút í Mitsubishi
				Posted: 18.sep 2015, 20:15
				frá ihþ
				Gott kvöld.
Ég er með gamlan L200 1991 árgerð og vantar bremsukút í hann. þegar ég bremsa þá stíg ég alveg niður í gólf.
Þetta passar væntanælega úr Pajero líka.
			 
			
					
				Re: Vantar bremsukút í Mitsubishi
				Posted: 20.sep 2015, 01:32
				frá Sævar Örn
				ertu búinn að taka í sundur og skoða? ég myndi bóka að þetta væri þá frekar þrýstingsmissir í einhverri lögn, sérstaklega á svona gömlum bíl, eða í dælu út við hjól, eða jafnvel höfuðdælu, bremsukúturinn sem slíkur hefur ekkert með færsluna að gera nema það gengur gegnum hann öxull sem gæti mögulega hafa losnað ??? samt mjög ólíklegt
			 
			
					
				Re: Vantar bremsukút í Mitsubishi
				Posted: 20.sep 2015, 11:28
				frá ihþ
				Sæll Sævar. 
Ég er búinn að yfirfara bremsur að framan. Það er ekki leki á kerfinu og minkar ekkert í forðabúrinu. Er ekki alveg að átta mig á hvað getur verið að.
			 
			
					
				Re: Vantar bremsukút í Mitsubishi
				Posted: 20.sep 2015, 11:46
				frá Sævar Örn
				þá er spurning með höfuðdæluna, taktu höfuðdæluna úr og sundur, þú sérð yfirleitt á þéttingunum í höfuðdælunni hvort hún leki milli hólfa þá er hún ónýt, stundum er hægt að fá ný gúmí í stillingu ekki alltaf, annars finna aðra höfuðdælu,
Annars er oft þannig á bílum með skálar að aftan að ef útíherslan er ónóg þá fer pedalinn langleiðina niður í gólf, svo þarf ekki nema að vera léleg bremsuslanga að framan eða örlítið loft og þá fer pedalinn restina af leiðinni niður í gólf
			 
			
					
				Re: Vantar bremsukút í Mitsubishi
				Posted: 20.sep 2015, 13:25
				frá ihþ
				Takk fyrir þetta Sævar. Ég skoða þetta eftir helgina.
			 
			
					
				Re: Vantar bremsukút í Mitsubishi
				Posted: 27.sep 2015, 09:31
				frá 303hjalli
				Á til varahluti í þennann ef vantar.s 5871099--8943765.