Síða 1 af 1
ÓE Brettaköntum fyrir 35" Jimny
Posted: 07.jan 2011, 09:47
frá Hólmar H
Óska eftir brettaköntum sem hægt væri að setja á 35" breyttan Suzuki Jimny.

Hér er mynd af samskonar köntum, er að tala um græna Jimny-inn.
hægt er að hafa samband á
holmarhallur@gmail.comHólmar H
Re: ÓE Brettaköntum fyrir 35" Jimny
Posted: 12.jan 2011, 08:20
frá ingolfurkolb
Sæll hefurðu nokkuð fengið svör með kanta? Það virðist enginn selja 35" kanta á Jimny lengur. Mig fer að bráð vanta 35" kanta líka. Spurning hvað skal gera, ég er bara varla að fara að nenna að steypa þá sjálfur.
Re: ÓE Brettaköntum fyrir 35" Jimny
Posted: 12.jan 2011, 10:12
frá Hólmar H
Sæll.
Ég hef engin svör fengið því miður.
Re: ÓE Brettaköntum fyrir 35" Jimny
Posted: 12.jan 2011, 12:46
frá juddi
Spurning að fá að kaupa mótinn
Re: ÓE Brettaköntum fyrir 35" Jimny
Posted: 13.jan 2011, 15:34
frá ingolfurkolb
Já það væri held að það gæti verið málið, hver á mótin?
Re: ÓE Brettaköntum fyrir 35" Jimny
Posted: 13.jan 2011, 17:25
frá juddi
Sá sem steypti kantana á sínum tíma ætti að eiga eða vita umm mótinn
Re: ÓE Brettaköntum fyrir 35" Jimny
Posted: 13.jan 2011, 17:51
frá ierno
Mig vantar svona kanta líka. Það er hellings eftirspurn eftir þeim.
Re: ÓE Brettaköntum fyrir 35" Jimny
Posted: 21.jan 2011, 10:15
frá ingolfurkolb
Jæja ég er búinn að grenslast svolítið um svona kanta og enginn virðist eiga mót. Alltplast mótin sem Björgvin átti að eiga núna eru ekki til lengur. Það er búið að henda þeim. En þeir hjá formverk eru tilbúnir að búa til mót og selja okkur svo kanta. Ég er búinn að semja við þá að fara með minn bíl uppeftir til þeirra svo þeir geti snikkað þetta. En ég kemst ekki alveg á næstunni þar sem bíllinn er ekki alveg tilbúinn strax svo ef einhverjum ykkar vantar kanta fljótlega er ég viss um að þið getið farið með bílinn ykkar til þeirra í stað mín.
Re: ÓE Brettaköntum fyrir 35" Jimny
Posted: 24.jan 2011, 12:01
frá Birgiro
Hvaða aulagangur er að henda mótunum, ég er að leita af köntum á grand vitara og tel líklegt að alltplast hafi átt mót fyrir þá sem er búið að henda. :(
Re: ÓE Brettaköntum fyrir 35" Jimny
Posted: 28.des 2011, 23:53
frá Kölski
Eldgömul umræða en hvernig fór þetta. Er hægt að fá þessa kannta í dag?? ef svo er hvað er kostnaðurinn.?
Re: ÓE Brettaköntum fyrir 35" Jimny
Posted: 29.des 2011, 09:16
frá Hólmar H
Fékk nýja kanta hjá Formverk, verðið var í kringum 130 þús.
Re: ÓE Brettaköntum fyrir 35" Jimny
Posted: 29.des 2011, 10:58
frá ingolfurkolb
Re: ÓE Brettaköntum fyrir 35" Jimny
Posted: 29.des 2011, 14:19
frá juddi
Sæll Ingólfur Siggi var eithvað að minnast á að fjöðrunin væri að skít virka hjá þér hvaða gorma og dempara notaðir þú og er hann bara hækkaður um 3,5 cmm og svo klipt úr