Síða 1 af 1
ÓÉ gírkassa í dodge ram
Posted: 27.jan 2015, 21:38
frá jeepson
Halló!!!
Mig vantar gírkassa aftan á gömlu góðu 12V cummins vélina. Getrag 360 eða nv4500 jafnvel zf verður að koma úr dodge ram og vera með kúplings húsinu líka.
Mbk Gísli.
Re: ÓE Gírkassa aftan á cummins.
Posted: 14.feb 2015, 12:30
frá jeepson
Engin?
Re: ÓÉ gírkassa í dodge ram
Posted: 16.feb 2015, 19:36
frá jeepson
Kúplingshús þarf auðvitað að fylgja með.
Re: ÓÉ gírkassa í dodge ram
Posted: 16.feb 2015, 20:02
frá ivar
ég held, og minnir að ég eigi NP4530
http://www.pirate4x4.com/forum/dodge/76 ... p4530.htmlMinnir að hann sé 4gíra og með lágum 1 gír.
Þyrfti samt að skoða þetta.
Ef svo er þá á ég kúpplingshús á þetta.
Re: ÓÉ gírkassa í dodge ram
Posted: 25.feb 2015, 21:26
frá jeepson
Re: ÓÉ gírkassa í dodge ram
Posted: 05.mar 2015, 20:56
frá jeepson
Skoða jafnvel kúplingshús eitt og sér.
Re: ÓÉ gírkassa í dodge ram
Posted: 05.mar 2015, 21:01
frá ellisnorra
Ég held að það sé mjög lítið um þetta hérlendis, nema fyrir helling af peningum. Hef heyrt af kassa sem fór á 350 þúsund minnir mig, allavega var talan fjandi há.
Er ekki vit að finna sér algengari kassa og smíða (eða láta gera það) hann við þessa vél?
Re: ÓÉ gírkassa í dodge ram
Posted: 05.mar 2015, 21:11
frá jeepson
Er kominn á þá skoðun að flytja inn nýjan eða notaðan kassa. Eða taka við þessum Daf kassa sem að ég get fengið og smíða svo kúplingshús á hann.. En Ég ætla að leyfa þessu að hanga pínu lengur.
Re: ÓÉ gírkassa í dodge ram
Posted: 05.mar 2015, 21:17
frá ellisnorra
Daf kassinn er stífur og groddalegur, ef þú ferð að smíða kúplingshús á annað borð þá er eina vitið að gera það á góðan kassa. Sérstalega þar sem þú þarft þá að smíða báðu megin á daf kassann.
Ég er ekki með neinar hugmyndir af öðrum kössum, en það er fullt til af sterkum og góðum kössum.
Re: ÓÉ gírkassa í dodge ram
Posted: 05.mar 2015, 22:27
frá jeepson
Það skiptir höfuð máli að kassinn sé 5gíra og 5. gír yfirgír. Ég get fengið kassa sem er 5gíra en þar er fimti beint í gegn. Það er ekkert voða vinsælt í mínum haus. :p
Re: ÓÉ gírkassa í dodge ram
Posted: 06.mar 2015, 06:51
frá ellisnorra
Að sjálfsögðu. Flestir kassar eru með 5. yfirgír og 4. beinan í gegn. Er patrol 4.2 kassinn of veikur fyrir cummins?
Re: ÓÉ gírkassa í dodge ram
Posted: 06.mar 2015, 12:46
frá jeepson
Ég heyrði að hann væri ekki að þola togið. En fyrst að kassi úr 3.0 patrol þolir bmw mótora sem toga fra 600-800nm. þá ætti 4.2 kassinn að þola cummins vélina.