Síða 1 af 1
Vantar nauðsynlega festingu fyrir Hella Rallye 3000
Posted: 26.jan 2015, 22:56
frá AgnarBen
Góða kvöldið
Lumar einhver á svona festingu eða gömlum Hella Rallye kösturum upp í hillu sem þarf að koma í umferð ?
Fást svona varahlutir kannski einhvers staðar ?

- DSC_0461.JPG (110.41 KiB) Viewed 2449 times
kv
Agnar
agnarben@gmail.com893 0557
Re: Vantar nauðsynlega festingu fyrir Hella Rallye 3000
Posted: 26.jan 2015, 23:14
frá svarti sambo
Eiga þeir þetta ekki til í bílanaust.
Re: Vantar nauðsynlega festingu fyrir Hella Rallye 3000
Posted: 26.jan 2015, 23:28
frá AgnarBen
svarti sambo wrote:Eiga þeir þetta ekki til í bílanaust.
Eru seldir íhlutir í svona gamalt kastaradót þar ?
Re: Vantar nauðsynlega festingu fyrir Hella Rallye 3000
Posted: 26.jan 2015, 23:42
frá svarti sambo
Veit það ekki, en þeir virðast vera duglegir við að slíta þetta í sundur, miðað við nýja kastara. Alveg fáránlegt að það skuli ekki fylgja hlífar með nýjum kösturum. Mig minnir að ég hafi séð inná hella.com alla íhluti með partanúmerum, fyrir viðkomandi kastara, þegar að ég var að skoða þetta. Spurning hvort að þú finnir kastarann þinn þar, og þá viðkomandi partanúmer á festingunni, til að fara með í bílanaust. Eða bara kanna hvort að þeir eigi einhvað úr gallaðri sendingu. Það voru járn festingar sem fylgdu mínum rallye 3000 blue.
Re: Vantar nauðsynlega festingu fyrir Hella Rallye 3000
Posted: 26.jan 2015, 23:50
frá jeepson
Sæll. Ég smíðaði bara nýja festingu. Notaði að mig minnir flatjárn sem var 40x4 eða 5mm beygði það í U boraði svo göt til að setja boltann a köstörunum í setti svo 10mm bolta til að festa þetta a grind og sauð hann fastan í festinguna sem að ég smíðaði. Málaði þetta svo svart. Voða fínt og virkaði vel. Notaði þessa kastara í 2 ár og sá sem keypti þá í fyrra var alsæll með þessa verklegu festingu.
Re: Vantar nauðsynlega festingu fyrir Hella Rallye 3000
Posted: 27.jan 2015, 00:06
frá AgnarBen
jeepson wrote:Sæll. Ég smíðaði bara nýja festingu. Notaði að mig minnir flatjárn sem var 40x4 eða 5mm beygði það í U boraði svo göt til að setja boltann a köstörunum í setti svo 10mm bolta til að festa þetta a grind og sauð hann fastan í festinguna sem að ég smíðaði. Málaði þetta svo svart. Voða fínt og virkaði vel. Notaði þessa kastara í 2 ár og sá sem keypti þá í fyrra var alsæll með þessa verklegu festingu.
Ertu klikkaður, 5 mm, veistu hvað bíllinn þyngist mikið við allt þetta járn ;-) Ég fer í Bílanaust á morgun og sé hvað þeir eiga til, annars mixa ég þetta einhvern vegin.
Re: Vantar nauðsynlega festingu fyrir Hella Rallye 3000
Posted: 27.jan 2015, 00:20
frá svarti sambo
Ef þú færð þetta ekki í Bílanaust, þá væri reynandi að pressa rifflaða brettaskífu ofaní passlega svert rör, með kúluhamri og sjá hvort að þú náir ekki að móta kúfta hlutann þannig. og sjóða það svo við passlega þykkt flatjárn.
Re: Vantar nauðsynlega festingu fyrir Hella Rallye 3000
Posted: 27.jan 2015, 00:47
frá jeepson
AgnarBen wrote:jeepson wrote:Sæll. Ég smíðaði bara nýja festingu. Notaði að mig minnir flatjárn sem var 40x4 eða 5mm beygði það í U boraði svo göt til að setja boltann a köstörunum í setti svo 10mm bolta til að festa þetta a grind og sauð hann fastan í festinguna sem að ég smíðaði. Málaði þetta svo svart. Voða fínt og virkaði vel. Notaði þessa kastara í 2 ár og sá sem keypti þá í fyrra var alsæll með þessa verklegu festingu.
Ertu klikkaður, 5 mm, veistu hvað bíllinn þyngist mikið við allt þetta járn ;-) Ég fer í Bílanaust á morgun og sé hvað þeir eiga til, annars mixa ég þetta einhvern vegin.
Nei ég tók ekki sénsin að vigta þessi fáu grömm. Var hræddur um að patti gamli færi í yfirþyngd og ég myndi þurfa stífa megrun :D
Re: Vantar nauðsynlega festingu fyrir Hella Rallye 3000
Posted: 27.jan 2015, 06:47
frá jeepcj7
Ég fékk járn festingar fyrir svona ljós í Bílanaust þá áttu þeir ekki plastið til.
Re: Vantar nauðsynlega festingu fyrir Hella Rallye 3000
Posted: 27.jan 2015, 09:28
frá villi58
Algengast að smíða U-skúffu og bolta í gegn, orginal eru þessar festingar ónýtar.
Re: Vantar nauðsynlega festingu fyrir Hella Rallye 3000
Posted: 28.jan 2015, 09:09
frá AgnarBen
Bílanaust átti ekkert til þannig að ég dunda mér bara við að smíða festingu fyrir þetta.