TS: F-150 Upphækkunarsett og drifbúnaður

User avatar

Höfundur þráðar
bragi
Innlegg: 101
Skráður: 02.feb 2010, 01:55
Fullt nafn: Bragi Þór Jónsson
Bíltegund: Ford F-150 FX4
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

TS: F-150 Upphækkunarsett og drifbúnaður

Postfrá bragi » 14.okt 2014, 10:25

Áttu Ford F-150 og langar þig að setja hann á stærri dekk ?

Ford F-150 eru vel til þess fallnir að breyta þeim og auðveldasta leiðin er að setja í þá upphækkunarsett. Ég fór þessa leið með góðum árangri en nú er þessi pakki til sölu.
Pakkinn samanstendur af Fabtech 6" upphækkunarsetti, sem hentar 35-37" dekkjastærð án þess að þurfa að skera úr brettum. Hægt væri að stækka dekkin upp í 41-42" með því að skera úr og setja kanta (eins og ég gerði) og jafnvel fara upp í 44" með t.d. 3" body-upphækkun.
Eftir því sem dekkin stækka, þarf lægri hlutföll og þau á ég líka til. Drifbúnaðurinn er með 4.88 hlutföllum, 100% rafm. lás í framdrifi og LS í afturdrifi (org.).
Hlutföllin henta allt frá 35-38" (lággírað) og upp í 44" dekkjastærð en henta best 40"-41" dekkjum, en þau eru þá næst upprunalegu hlutföllunum (3.73 hluföll, sem geta einnig fylgt með).

Þess má geta að það eru nýjar framlegur og nýlegar driflokur (síðan í vor og fyrrahaust). Eins eru nýjar pakkdósir og legur í afturhásingunni, unnið af Ljónstaðamönnum nú í ágúst sl..

Nánari útlistun á þessum þrískipta pakka:

1. Upphækkunarsett Fabtech 6″ m. Bilstein 5100 framdempurum auk tveggja stýrisdempara (Settið kostar nýtt $2400 í USA)
2. 4.88 hlutföll, 8.8 framdrif með Eaton E-Locker, 9.75 afturhásing með LS. Allt fylgir með nema afturfjaðrirnar.
3. Felgurnar eru sérsmíðaðar17" háar og 14″ breiðar og eru valsaðar (6x135mm – 4,5″ backspace).
ATH! Felgurnar seljast annað hvort með upphækkuninni og/eða drifbúnaðinum eða þá eftir að annað hvort þeirra hefur selst.

Þessi pakki er fyrir Ford F-150/Lincoln Mark LT árg. 2004-08.

Þessi breyting hefur komið mjög vel út og hentar þessi búnaður fyrir 37"-42" breytingar, jafnvel 44".
Hægt er að skoða myndir af Trukknum á http://www.trukkurinn.com.

Allt saman fer á 700 þkr. stgr. eða gott tilboð.
Afsláttur á öllum pakkanum.

Endilega hafið samband í síma: 894 0623 eða á bragi @trukkurinn.com (email/hangout)


Síðast fært upp af bragi þann 14.okt 2014, 10:25.


Bragi (at) trukkurinn.com
http://trukkurinn.com

Til baka á “Vara og aukahlutir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 49 gestir