Síða 1 af 1
Framrúða í Hilux
Posted: 28.jan 2014, 09:33
frá gunnarb
Mig vantar framrúðu í Hilux (1994). Lumar einhver á svoleiðis?
Re: Framrúða í Hilux
Posted: 28.jan 2014, 10:27
frá halli7
Er það ekki einhvað sem tryggingarnar redda ?
Re: Framrúða í Hilux
Posted: 28.jan 2014, 11:56
frá Bjartmannstyrmir
Held að það sé sama rúða og í 4 Runner ef svo er þá á ég hana til fyrir lítið.
Re: Framrúða í Hilux
Posted: 28.jan 2014, 12:05
frá GFOTH
hvort er þetta rúða í gúmíkant eða límd
munurinn er hvort hann sé ameríkutípa eða ekki
Re: Framrúða í Hilux
Posted: 28.jan 2014, 14:38
frá Bjartmannstyrmir
Rúðan sem ég er með er límd í. þú hefur bara samband ef þú getur notað þetta
læt fylgja mynd af rúðunni.

- IMG_1335.JPG (76.12 KiB) Viewed 1989 times
- Bjartmann
S:865-8556
Re: Framrúða í Hilux
Posted: 28.jan 2014, 15:39
frá Svenni30
Talaðu við tryggingar félagið þitt og fáðu nýja rúðu.
Re: Framrúða í Hilux
Posted: 28.jan 2014, 16:33
frá Hlynurn
Það er minnsta vesenið að láta bara gera þetta á verkstæði, Vönduð vinnubrögð og þeir redda rúðu. og þú situr bara uppi með 15% af reikningnum ef þú ert með framrúðutryggingu (sem þú ættir að vera með nema þú hafir beðið sérstaklega um að sleppa).
Re: Framrúða í Hilux
Posted: 28.jan 2014, 17:51
frá GFOTH
við eigum þessa rúðu til í poulsen
Re: Framrúða í Hilux
Posted: 30.jan 2014, 17:09
frá gunnarb
Ég er með framrúðutryggingu, en þar sem ég braut hana sjálfur þá coverar tryggingin hana ekki. Ég gæti vissulega logið þessu uppá trygginguna, en ég nenni ekki að gera mig að þjófi fyrir eina framrúðu :-) Hún er ekki límd í heldur er í gúmmilista.