Síða 1 af 1

ÓE: olíupickup fyrir cummins

Posted: 30.des 2013, 01:02
frá ellisnorra
Ég þarf að snúa pönnunni í cummins mótornum mínum, í vörubílnum er olíuforðinn (droppið í pönnunni) fyrir framan hásingu en í venjulegum jeppa er pönnunni snúið og olíuforðinn fyrir aftan hásingu.
Mig vantar því að komast í olíupickup úr cummins mótor eins og á þessum myndum

oilpickup2.JPG
oilpickup2.JPG (58.22 KiB) Viewed 1166 times


oilpickup1.JPG
oilpickup1.JPG (75.03 KiB) Viewed 1166 times


Vitanlega er hægt að smíða þetta en skemmtilegra að hafa þetta original, ef þetta liggur einhverstaðar á lausu.

Re: ÓE: olíupickup fyrir cummins

Posted: 30.des 2013, 01:05
frá Sævar Örn
Er jeppasmiðjan ekki snögg að panta þetta og senda til þín fyrir klink

Re: ÓE: olíupickup fyrir cummins

Posted: 30.des 2013, 01:56
frá Freyr
Olíupikkup fyrir cummins, er það ekki bara Dodge Ram? ;-)

Re: ÓE: olíupickup fyrir cummins

Posted: 30.des 2013, 10:21
frá ellisnorra
Jú til dæmis, þessar vélar eru í mörgu öðru, ljósavélum, vörubílum og allskonar vinnuvélum :)

Re: ÓE: olíupickup fyrir cummins

Posted: 30.des 2013, 15:46
frá jeepson
Ljónsstaðabræður panta þetta fyrir þig ef að þeir eiga það ekki til og það er altaf hægt að stóla á flott verð hjá þeim.

Re: ÓE: olíupickup fyrir cummins

Posted: 30.des 2013, 16:26
frá jongud
Eftir eldsnögga leit fann ég þetta á allt niður í 50$ á Ebay, en varahlutaverslanir eru yfirleitt með þetta á 99$

Re: ÓE: olíupickup fyrir cummins

Posted: 30.des 2013, 19:35
frá ellisnorra
jongud wrote:Eftir eldsnögga leit fann ég þetta á allt niður í 50$ á Ebay, en varahlutaverslanir eru yfirleitt með þetta á 99$


Já ég er búinn að sjá þetta á nokkrum stöðum líka, niður í 44 dollara jafnvel, en sendingarkostnaðurinn er oftast nærri tvöfalt kaupverðið og mér finnst það í það mesta, langaði að athuga hvort einhver vissi af þessu eða ætti þetta hérna á klakanum.