Síða 1 af 1
ÓE: olíupickup fyrir cummins
Posted: 30.des 2013, 01:02
frá ellisnorra
Ég þarf að snúa pönnunni í cummins mótornum mínum, í vörubílnum er olíuforðinn (droppið í pönnunni) fyrir framan hásingu en í venjulegum jeppa er pönnunni snúið og olíuforðinn fyrir aftan hásingu.
Mig vantar því að komast í olíupickup úr cummins mótor eins og á þessum myndum

- oilpickup2.JPG (58.22 KiB) Viewed 1166 times

- oilpickup1.JPG (75.03 KiB) Viewed 1166 times
Vitanlega er hægt að smíða þetta en skemmtilegra að hafa þetta original, ef þetta liggur einhverstaðar á lausu.
Re: ÓE: olíupickup fyrir cummins
Posted: 30.des 2013, 01:05
frá Sævar Örn
Er jeppasmiðjan ekki snögg að panta þetta og senda til þín fyrir klink
Re: ÓE: olíupickup fyrir cummins
Posted: 30.des 2013, 01:56
frá Freyr
Olíupikkup fyrir cummins, er það ekki bara Dodge Ram? ;-)
Re: ÓE: olíupickup fyrir cummins
Posted: 30.des 2013, 10:21
frá ellisnorra
Jú til dæmis, þessar vélar eru í mörgu öðru, ljósavélum, vörubílum og allskonar vinnuvélum :)
Re: ÓE: olíupickup fyrir cummins
Posted: 30.des 2013, 15:46
frá jeepson
Ljónsstaðabræður panta þetta fyrir þig ef að þeir eiga það ekki til og það er altaf hægt að stóla á flott verð hjá þeim.
Re: ÓE: olíupickup fyrir cummins
Posted: 30.des 2013, 16:26
frá jongud
Eftir eldsnögga leit fann ég þetta á allt niður í 50$ á Ebay, en varahlutaverslanir eru yfirleitt með þetta á 99$
Re: ÓE: olíupickup fyrir cummins
Posted: 30.des 2013, 19:35
frá ellisnorra
jongud wrote:Eftir eldsnögga leit fann ég þetta á allt niður í 50$ á Ebay, en varahlutaverslanir eru yfirleitt með þetta á 99$
Já ég er búinn að sjá þetta á nokkrum stöðum líka, niður í 44 dollara jafnvel, en sendingarkostnaðurinn er oftast nærri tvöfalt kaupverðið og mér finnst það í það mesta, langaði að athuga hvort einhver vissi af þessu eða ætti þetta hérna á klakanum.