Síða 1 af 1

SELDIR - FOA 2.0" Coilover

Posted: 01.des 2013, 01:45
frá Kiddi
Til sölu 4. stk af FOA 2.0" coilover með forðabúrum, 14" travel. Engir gormar.
Dempararnir eru í misgóðu ásigkomulagi.
Tveir þeirra leka ekki olíu, en annar lekur líklega nitrogen úr forðabúrinu. Þessir demparar eru nýlega uppgerðir með nýjum öxlum, sérsmíðuðum á Íslandi þar sem FOA tókst ekki að smíða öxlana almennilega í upphafi (gróf og léleg áferð).
Hinir tveir leka í það minnsta olíu, veit ekki með nitrogen. Þeir eru með bogna öxla. Smíða þyrfti báða öxlana í þá en það er ekkert tiltökumál þannig séð, 19mm öxulstál eru algeng og ég á teikningu.
Þessum dempurum fylgir upptektarsett.

Ef einhver telur sig geta nýtt dót þetta þá er honum frjálst að gera tilboð.
Ég sjálfur hafði ekki meiri þolinmæði og fékk mér Fox.

Kiddi
S: 869-7544