articfarmram wrote:Og ný skipting eftir helgi......
P-series tune á 15 kall.. er það bara afc húsið og platan fram eða úr. ? Það er ekki ástæðulaust að menn byrja á því að setja afgashitamæla... 7100 verkið á í engum vandræðum með að fara langt yfir öll mörk í afgashita... sérstaklega þegar menn segjast geta gert það á svona stuttum tíma. ? Eða á vélin að endast þap líka?
Sæll Nikulás,
Sjálfstætt hef ég rukkað 30.000kr fyrir "einfalt" P-Series tjún, en þetta er aðeins tímafrekara en "slide and yank" aðgerðin sem að þú lýsir.
Innifalið í því er að ég tengi mæla við bílinn, stilli og græja (hver einasti bíll er mismunandi, drifhlutföll og tegund P7100 verks, og ýmsilegt annað spilar inní) þannig að allt er innan skekkjumarka...
Ég breyti AFC hausnum og smíða fuel plate, þetta er eins og áður kemur fram ekki bara "slide and yank" aðgerð. Einnig fræði ég eiganda/umráðamann um það hvernig hlutirnir virka.
Ég hef ekki tekið ábyrgð á sjálfskiptingum, en beinskiptu bílarnir þola yfirleitt allt sem að stock blásarinn getur afkastað ef að kúplingin er ekki þeim mun meira slitin...
Ef að menn eru með uppfærðar skiptingar eða öflugari kúplingar get ég framkvæmt ítarlegri tjúningu fyrir 70.000kr,
en sú aðgerð felur í sér aðra smíði á fuel plate, endurtímun á olíuverki og breytingu á AFC hausnum.
Endilega láttu heyra í þér ef að þú hefur frekari áhuga.
p.s.
Innifalið í tjúni með compound pakkanum sem að ég er selja hér er tjún sem að er tónað niður til þess að hlífa skiptingu / kúplingu...
Þegar að menn svo átta sig á hvað þetta GETUR afkastað, mega menn koma með skiptingarnar og ég uppfæri þær eða panta kúplingu sem að heldur aflinu...
Menn með $$$ og alvöru hreðjar... velkomnir !