Síða 1 af 1
Glóðarkerti í Pajero 98. 2.8l.
Posted: 22.sep 2013, 19:55
frá bjsam
Sælt veri fólkið, hvar er hagstæðast að versla glóðarkerti í Pajero 2,8 l. árg. 1998 ?.Kv.
Re: Glóðarkerti í Pajero 98. 2.8l.
Posted: 22.sep 2013, 20:46
frá muggur
Er þetta ekki eitt af því sem borgar sig að kaupa orginal? Allavega minnir mig að ég hafi lesið það annaðhvort hér eða á UK-pajero spjallinu.
Re: Glóðarkerti í Pajero 98. 2.8l.
Posted: 22.sep 2013, 22:27
frá jeepson
Kaupir þetta hjá umboðinu. Þau eru ódýrari en hjá t.d bílanaust. Það munar reyndar ekki miklu en þó eitthvað. Svo ættir þú væntalega að fá f4x4 afslátt hjá umboðinu líka. Ég er með kerti úr 98 bíl í mínum og þau kostuðu að mig minnir í kringum 8900kr stk.
Re: Glóðarkerti í Pajero 98. 2.8l.
Posted: 22.sep 2013, 22:39
frá Aparass
Ég prófaði að panta kerti í pajeroinn hjá mér frá bretlandi.
Valdi ekki það ódýrasta á ebay því ég vildi fá eitthvað sem entist.
Komu heim öll fjögur með öllum gjöldum á sirka 9 þús kall svo ég skrúfaði þau glaður í bílinn og tvemur dögum seinna fann ég að eitt kertið var farið. Tvemur dögum eftir það fór næsta og eftir það startaði ég honum alltaf í gang bara á tvemur kertum svo hann reykti solldið fyrst eftir gangsetningu.
Þremur vikum seinna fór svo þriðja kertið og þá var orðið fjandi erfitt að koma honum í gang og þá sendi ég þeim bréf út og sagði þeim frá þessu.
Þeir voru voða sorry yfir þessu og endurgreiddu mér strax dagin eftir inn á paypal reikninginn minn.
Þá mundi ég að ég átti annað hedd sem var með original kertum í lagi svo ég skrúfaði þau í bílinn og eftir það hefur ekkert bólað á vandamálum með þetta en ég panta mér ekki ódýr kerti aftur í pajero.
Hef reyndar heyrt þetta með aðrar bíltegundir líka.
Bara láta þig vita af þessu áður en þú ferð að setja peninginn þinn í eitthvað svona ódýrt því það er ekki víst að maður lendi alltaf á svona góðu fyrirtæki sem endurgreiðir strax og eitthvað fer úrskeiðis.
Re: Glóðarkerti í Pajero 98. 2.8l.
Posted: 23.sep 2013, 00:14
frá jeepcj7
Ég er búinn að prófa bosch kerti og þau endast innan við ár og kostuðu 12 kall af ebay en orginal kerti úr umboðinu voru þá á 10 kall stykkið er núna að keyra á kertum frá Kistufelli verkstæðinu á höfðanum sem ég fékk á ca.3000 kall stk komnir 2 mánuðir og allt í fína ennþá allavega.
Re: Glóðarkerti í Pajero 98. 2.8l.
Posted: 23.sep 2013, 19:04
frá bjsam
Takk fyrir góð svör ,þetta er fínt að fá svona uppl. til að maður geti skoðað hlutina miðað við reynslu annara og langar mig að spyrja í framhaldi hvernig best sé að skipta um kerti og hvað skal helst varast og eins hvort þeim sé stýrt af relay sem hægt sé að mæla hvort það fái spennu og þá hvar það sé ? Kv.
Re: Glóðarkerti í Pajero 98. 2.8l.
Posted: 23.sep 2013, 21:55
frá Aparass
Það virðist aldrei bila neitt í þessum búnaði nema bara kertin sjálf.
Það er mjög gott að komast að þeim. Ég hef aldrei vitað um glóðarkerti í pajero sem hafa verið föst svo það ætti ekki að vera neitt vandamál.
Það er ekkert 6 eða 9 volta kerfi á þessu, það er bara 12 volt í æð svo það er auðvelt að mæla þetta.
Re: Glóðarkerti í Pajero 98. 2.8l.
Posted: 23.sep 2013, 22:07
frá bjsam
Frábært takk kærlega fyrir þetta.Kv.Bjarni