sælir vantar frammhásingu undir mussoinn minn sem ég er að breyta
hvaða hásingu eru menn að setja undir þessa bila að framan ?
vantar frammhásingu
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: vantar frammhásingu
Menn hafa verið að setja dana44 undir þetta. Veistu hvað afturhásingin er breið? Það er möst að mæla það sem fyrst (milli felgubotna). Ég gæti kannski átt handa þér upplagða hásingu, dana44 með 6 gata deilingu undan suburban. Hún er með drif kúluna hægra megin, hvoru megin er þetta í musso? Það er ekki flókið að breyta henni, þe færa kúluna. Ég á líka no-spin í hana uppí hillu.
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: vantar frammhásingu
Musso er með vinstra drop á millikassa ss.bílstjóra megin og það sem til er svoleiðis standard er bronco en þar er 5 gata felgudeiling gamli bronco er líka með borðabremsur til 1976 og sú hásing er svo fullmjó að auki ca.150 cm stóri bronco er síðan fullbreiður ca.168 cm
Hásingin sem er næst því að passa að flestu leyti er undan wagoneer/cherokee ca.1983-86 er með 6 gata deilingu og kúluna réttu megin og að mig minnir 158-162 cm sem er nokkuð nálægt musso minnir mig er hann ekki ca.156-158 cm.
En svo er náttúrulega hægt að smíða allann fjandann undir með smá meiri vinnu td. að nota patrol hásingar og millikassa.
Hásingin sem er næst því að passa að flestu leyti er undan wagoneer/cherokee ca.1983-86 er með 6 gata deilingu og kúluna réttu megin og að mig minnir 158-162 cm sem er nokkuð nálægt musso minnir mig er hann ekki ca.156-158 cm.
En svo er náttúrulega hægt að smíða allann fjandann undir með smá meiri vinnu td. að nota patrol hásingar og millikassa.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: vantar frammhásingu
var siðustu árgerðir stóra wagoner með kúluna vinstra meigin ,, ég held ekki ,,, það er bara minni billinn 84 0g upp og grandinn 93 og up en bara kanski ekki nógu sterk eða hvað
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: vantar frammhásingu
Síðustu árgerðir af stóra wagoneer voru með dana 44 vinstri kúlu.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: vantar frammhásingu
Wagoneer hásingin er sú sem passar best, er sjálfur með slíka framhásingu og Musso afturhásingu (ekki undir Musso að vísu...)
Ég tók eldri gerðina af hásingu með drifið farþegamegin og sneri hásingunni þannig það væri bílstjóramegin. Verkfærin sem ég notaði til þess voru bandsög, rennibekkur og rafsuða. Síðan renndi ég klossa sem koma í stað hliðarleganna í drifinu og tekur 30mm öxul í gegnum sig. Þá er hægt að stinga í gegn slíkum öxli og rétta hásinguna af með hita. Þú gætir fengið þessa klossa hjá mér að láni.
Það eru margar leiðir færar í þessu ein leiðin væri að fá hásinguna hjá Ella ofur og finna Wagoneer öxla og snúa og stytta hásinguna og fá þannig allt eins og það á að vera, spindilhalli réttur sem og pinjónhalli
Mæli með því allavega! 6 gata suburban dótið er það sama og Wagoneer og það er til mikils unnið að fá legu og bremsubúnað í góðu standi þó það þurfi að breyta hásingunni "örlítið".
Ég tók eldri gerðina af hásingu með drifið farþegamegin og sneri hásingunni þannig það væri bílstjóramegin. Verkfærin sem ég notaði til þess voru bandsög, rennibekkur og rafsuða. Síðan renndi ég klossa sem koma í stað hliðarleganna í drifinu og tekur 30mm öxul í gegnum sig. Þá er hægt að stinga í gegn slíkum öxli og rétta hásinguna af með hita. Þú gætir fengið þessa klossa hjá mér að láni.
Það eru margar leiðir færar í þessu ein leiðin væri að fá hásinguna hjá Ella ofur og finna Wagoneer öxla og snúa og stytta hásinguna og fá þannig allt eins og það á að vera, spindilhalli réttur sem og pinjónhalli
Mæli með því allavega! 6 gata suburban dótið er það sama og Wagoneer og það er til mikils unnið að fá legu og bremsubúnað í góðu standi þó það þurfi að breyta hásingunni "örlítið".
Til baka á “Vara og aukahlutir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur