Síða 1 af 1
ÓE: Góðum olíukæli fyrir sjálfskiptingu.
Posted: 24.aug 2013, 15:27
frá Seacop
Er ekki einhver hérna sem lumar á stórum og góðum olíukæli. Ég ætla að bæta aukakæli við sjálfskiptinguna á Land Cruiser 90 og vantar kæli sem heldur dótinu vel kældu.
Re: ÓE: Góðum olíukæli fyrir sjálfskiptingu.
Posted: 24.aug 2013, 17:18
frá ellisnorra
Ég sting uppá olíukælum úr allskonar toyotum, allavega corollu, carinu og örugglega fleiri bílum.
Svona stykki. Getur haft tvo eða þrjá eftir vilja og plássi.

Eða aircondition kæli, ég hef notað í tvo bíla úr toyota camry, virkar mjög vel

Re: ÓE: Góðum olíukæli fyrir sjálfskiptingu.
Posted: 25.aug 2013, 21:48
frá Seacop
[quote="elliofur"]Ég sting uppá olíukælum úr allskonar toyotum, allavega corollu, carinu og örugglega fleiri bílum.
Takk fyrir þessi góðu ráð. Það er nokkuð gott pláss fyrir framan vatnskassann í Cruisernum og því ætti ég að koma nokkuð stórum kæli þar fyrir.
Re: ÓE: Góðum olíukæli fyrir sjálfskiptingu.
Posted: 25.aug 2013, 22:50
frá Fordinn
B&M Kælir med viftu kostar 200 dollara i summit racing......
Re: ÓE: Góðum olíukæli fyrir sjálfskiptingu.
Posted: 26.aug 2013, 00:09
frá Polarbear
elli... þessi hugmynd með aircondition kælinn hljóma mjög spennandi. hefurðu prófað þetta sjálfur? hvernig er að lofttæma þetta? og þolir þetta þennan þrýsting? er ekki annars sæmilegasti þrýstingur á skiptingarolíukerfinu? er engin hætta á að maður "ofkæli" vökvann?
nú þegar maður er farinn að toga þúsund kílóa múrstein upp um öll fjöll þá myndi maður vilja alvöru kælingu :)
Re: ÓE: Góðum olíukæli fyrir sjálfskiptingu.
Posted: 26.aug 2013, 08:17
frá ellisnorra
Ég var með aircon kæli í torfærugrindinni hjá mér og setti svoleiðins í surbann hjá mér í síðutu viku. Ekki nokkurt einasta mál að lofttæma þetta því toy aircon kælarnir (þekki ekki hvernig aðrir eru uppbyggðir) eru bara tvö element, "flöt rör" eða kælileiðslurnar liggja 7x þvert og mynda semsé samtals 14 þveranir. Ef þið skiljið ekki ennþá bæklaða lýsingu mína, sjáið þið fyrir ykkur bandspotta á gólfinu sem liggur úr "inn tenginu", fram og til baka sjö sinnum og í "út tengið". Tvær svona slaufur og kæliribbur á milli :)
Varðandi þrýsting á kerfinu þá er bara einhver dæla sem dælir olíunni út af skiptingunni og svo fer returinn bara beint í pönnuna, allavega á minni 700 skiptingu. Sjálfskiptingar eru þó sá búnaður í bílum sem ég þekki nánast ekki neitt :)
Re: ÓE: Góðum olíukæli fyrir sjálfskiptingu.
Posted: 26.aug 2013, 15:06
frá Polarbear
eintóm gleði. ætli 80 krúser aircon kælir sé eins uppbyggður? er þetta augljóst þegar maður horfir á þá að þetta sé svona? kælirinn er allavega nógu andskoti stór..
Re: ÓE: Góðum olíukæli fyrir sjálfskiptingu.
Posted: 26.aug 2013, 15:15
frá ellisnorra
Það er augljóst hvernig hann virkar þegar þú horfir á hann.
Ef þú ert með aflagðan aircon kæli í bílnum hjá þér Lalli þá ættiru endilega að skoða málið betur. Passa bara að blása hann vel, örugglega ullabjakk að mixa aircon olíuleifum í skiptinguna.
Re: ÓE: Góðum olíukæli fyrir sjálfskiptingu.
Posted: 26.aug 2013, 15:18
frá ellisnorra
Hann virkar basicly svona

Allur í U beyjum :)
En lítur út eins og myndin hérna efst í þræðinum
Re: ÓE: Góðum olíukæli fyrir sjálfskiptingu.
Posted: 26.aug 2013, 15:37
frá Polarbear
eðalsnilld. :) ég mun skoða þetta mjög nákvæmlega þegar ég kem heim. mér finnst þessi hugmynd brilliant. en heldurðu að flæðigetan sé næg? þ.e. að það myndist ekki einhver tregða? eru rörin nógu víð fyrir flæðið sem er í skiptinguni?
Re: ÓE: Góðum olíukæli fyrir sjálfskiptingu.
Posted: 26.aug 2013, 16:25
frá ellisnorra
Ég fann ekki upp þetta hjól, ég apaði eftir nokkrum sem ég veit að hafa notað sjálfskiptikæla. Ég hef keyrt þetta vandræðalaust og tengt með hosuklemmum og sama gildir um "hinum".
Skoðaðu þetta bara Lalli. Í Th7004r eru kælirörin 8mm að utanmáli og það er mun meiri flutningsgeta í þessum kælum. Þessi "rör" sem eru í kælinum eru ekki kringlótt heldur ...."ferköntuð með ávölum hornum"... :) Eftir minni eru þau ca 7x20mm þannig að flæðið ætti að vera yfirdrifið.
En ég er algjör api í sjálfskiptingum, brjóstvitið kenndi mér bara að redda mér í ýmsum aðstæðum, low budget :)
Re: ÓE: Góðum olíukæli fyrir sjálfskiptingu.
Posted: 26.aug 2013, 16:37
frá Polarbear
það vantar alveg "læk" takka hérna stundum :) þetta er breyting sem ég held að komi vel að gagni í togaranum mínum.