Síða 1 af 1

vantar stýrisdælu í Cherokee

Posted: 14.júl 2013, 00:08
frá AgnarBen
Vantar stýrisdælu í Cherokee XJ '95 4.0HO. Er í Víðidal rétt hjá Hvammstanga og dælan er að fara á legum hjá mér og farin að missa vökva. Ég ætla að reyna að komast til Rvk á morgun sunnudag en það væri ekki verra ef einhver lumaði á dælu á svæðinu til að hafa með.

Eins ef einhver á dælu í Rvk þá endilega láta vita.

Kveðja
Agnar 893 0557

Re: SOS - Vantar stýrisdælu í Cherokee '95

Posted: 14.júl 2013, 00:14
frá Sævar Örn
ef ekki er unnt að taka reimina af og sleppa dælunni þá geturðu keyrt í bæinn með því að setja kókflösku með stýrisvökva með lítið gat á tappanum sem dropar niðurúr, þá bræðir dælan ekki úr sér og festist heldur nær örlitílli smurningu þetta gerir að verkum að þú þarft ekki endalaust að vera að stoppa og bæta á

mbk. sævar sem lenti í svipuðu fyrir um 3 árum

Re: SOS - Vantar stýrisdælu í Cherokee '95

Posted: 14.júl 2013, 01:48
frá Freyr
Sæll Agnar

Slakaðu á viftureiminni eins og hægt er, það dregur úr álagi á legurnar í dælunni. Til að draga úr leka er hægt að setja smáveigis af bremsuvökva á dæluna, á að giska einn tappa af bremsuvökvabrúsa. Það þenur þéttingar sem dregur úr leka en ATH: Þekki ekki hversu gott/slæmt það er til lengri tíma er litið m.t.t. maskínunnar sjálfrar og lagnana.

Re: SOS - Vantar stýrisdælu í Cherokee '95

Posted: 14.júl 2013, 09:37
frá AgnarBen
Takk fyrir góð svör strákar, góður punktur að slaka á reiminni og ég hef með mér kók flösku ef hún fer að tapa vökva hratt.

Þetta er önnur dælan sem fer hjá mér á innan við ári, spurning hvað gæti valdið, er ég að strekkja of mikið á reiminni ?

Re: [ÓE] Vantar stýrisdælu í Cherokee '95

Posted: 15.júl 2013, 01:50
frá AgnarBen
jæja, ekki varð þetta nú löng ökuferð, legurnar gáfu sig og trissan losnaði úr við Staðarskála en bíllinn er þó kominn heim til Rvk eftir smá skutl með bílakerru :)

Vantar ennþá stýrisdælu !

Re: [ÓE] Vantar stýrisdælu í Cherokee '95

Posted: 16.júl 2013, 01:17
frá AgnarBen
Vantar enn

Re: [ÓE] Vantar stýrisdælu í Cherokee '95

Posted: 16.júl 2013, 22:12
frá AgnarBen
Vantar ennþá dælu.

Re: Vantar stýrisdælu í Cherokee

Posted: 19.júl 2013, 16:20
frá AgnarBen
Fékk dælu í gærkvöldi alla leið frá Hólmavík skutlað heim að dyrum en eigandinn, sem er Jeppaspjallari, þverneitaði að taka við krónu fyrir þetta allt saman.

Það eru ekkert nema snillingar á þessu Jeppaspjalli ;-)