Síða 1 af 1
350tbi + 4l80e SELT
Posted: 27.maí 2013, 23:25
frá ellisnorra
SELT
Er með 350tbi mótor til sölu með 4l80e sjálfskiptingu. Þetta kemur úr 1992 model af chevy step van 30. Án þess að hafa opnað mótorinn geri ég þó ráð fyrir að þetta sé 4 bolta blokk og ættað frá hernum. Keyrt 18.897 mílur og í topp standi.
Allt fylgir með, bensíntankurinn með intank dælu og lögnum, allt rafkerfið úr bílnum (80% af því er tbi kerfið) og líka stúturinn aftur úr skiptingunni, jafnvel drifskaft líka ef ég finn það. Stúturinn er allavega í skiptingunni til að ekki fari drulla þar inn í geymslunni.
Ég reif þetta sjálfur úr sumarið 2010 og ætlaði að nota þetta í bíl sem ég á en er kominn með önnur vélarplön í þann bíl og ætla því að losa mig við þetta.
Verðmiðinn er 200 þúsund og ég er staddur upp í Borgarfirði með þetta.
8666443
elliofur@vesturland.is
Re: 350tbi + 4l80e
Posted: 28.maí 2013, 08:39
frá jongud
Hver er rillufjöldin á skaftinu aftur úr skiptingunni?
Re: 350tbi + 4l80e
Posted: 28.maí 2013, 10:08
frá ellisnorra
Í fyrsta giski ætla ég að stóla á minnið og segja 32, en vísa jafnframt framar í setninguna að það sé gisk eftir (lélegu) minni :)
Skal kanna það við fyrsta tækifæri.
Re: 350tbi + 4l80e
Posted: 28.maí 2013, 18:12
frá ellisnorra
Nú er ég samt að spekulera, hvaða máli skiptir það hvaða rillufjöldi er á því? Ef þú ert að hugsa þetta fyrir millikassa þá þarf hvort sem er að skipta um þennan öxul.
Þess má líka geta að ég á annan output öxul og afturenda til að skrúfa millikassa aftaná. Ég er nánast 100% að það sé fyrir 32 rillu og 208 kassa.
Re: 350tbi + 4l80e
Posted: 28.maí 2013, 20:08
frá Morte
Þú gefur mér þetta bara og setur ofaní 4runner fyrir mig og færð honduna í staðinn hehe
Re: 350tbi + 4l80e
Posted: 28.maí 2013, 20:14
frá ellisnorra
Oj nei ég hef séð þessa hondu :D
Re: 350tbi + 4l80e
Posted: 28.maí 2013, 20:20
frá Morte
hahaha hvað meinaru þetta er ofurflott og svöl honda, reyndar er ég litblindur og sjóndapur en það er annað mál.
Re: 350tbi + 4l80e
Posted: 30.maí 2013, 08:04
frá ellisnorra
enn til
Re: 350tbi + 4l80e
Posted: 31.maí 2013, 22:51
frá ellisnorra
Þessi ofurmótor er ennþá til hjá mér.
Re: 350tbi + 4l80e
Posted: 19.jún 2013, 17:26
frá Jóhann
Eru nokkrar líkur á að hægt sé að setja pajeró millikassa aftaná þetta?
Re: 350tbi + 4l80e
Posted: 19.jún 2013, 17:58
frá Polarbear
það má ekki bítta við þig á þessu og 60 krúser mótor og kössum? 12HT orginal turbo? nýleg bína og 12v startari :)
Re: 350tbi + 4l80e
Posted: 19.jún 2013, 20:35
frá Hjörvar Orri
Polarbear wrote:það má ekki bítta við þig á þessu og 60 krúser mótor og kössum? 12HT orginal turbo? nýleg bína og 12v startari :)
Hvaða hugyndir ertu með í pokahorninu Lalli minn. Verður þetta combo komið ofaní cruiserinn fyrir næstu strandaferð ?
Re: 350tbi + 4l80e
Posted: 19.jún 2013, 21:14
frá ellisnorra
Það er hægt að smíða hvaða millikassa sem er aftaná þetta. Ég á til aftasta öxulinn í skiptinguna og milliplötu fyrir 208 millikassa uppí hillu hjá mér líka.
Ég vill bara pening fyrir þetta.
Einusinni hefði ég stokkið hratt á þennan mótor hjá þér Lalli en terrano er æði og ég hef ekkert við annan mótor að gera :)
Re: 350tbi + 4l80e
Posted: 19.jún 2013, 22:14
frá Polarbear
það mátti reyna :) mig vantar eitthvað létt bensíndót í tilvonandi leiktækið mitt. 12ht er ekki létt og ekki nógu spræk :)
Re: 350tbi + 4l80e
Posted: 20.jún 2013, 22:15
frá ellisnorra
Er til í að slaka verðinu eitthvað, vantar aurinn vegna annara kaupa. Þónokkrir hafa sýnt þessu áhuga, mismikinn eins og gengur en fyrstur kemur, fyrstur fær.
Re: 350tbi + 4l80e
Posted: 22.jún 2013, 15:36
frá dazy crazy
Er mikið mál að breyta úr þessu tbi í beina innspítingu, þarf nokkuð annað en millihedd og spíssa? Er ekki allt skynjaradótið fyrir í vélinni?
Re: 350tbi + 4l80e
Posted: 22.jún 2013, 16:33
frá ellisnorra
Bara annað millihedd og smella svo blöndung á. Ég á meira að segja rétt nýjan blöndung sem ég er til í að láta, kannski er líka hægt að finna millihedd. Gallinn við blöndunginn er hinsvegar að einn fóturinn er brotinn af honum svo það þarf að gera við hann.
En þetta er tbi mótor sem þýðir rafmagnsblöndungur, ekki nútíma bein innspýting. Það er súrefnisskynjari í pústinu og ég held að það séu ekki fleiri skynjarar annarstaðar en á böndung og milliheddi.
En þú þarft ekki að vera hræddur við þetta rafkerfi, það er tilbúið og þarf lítið að eiga við :)
Re: 350tbi + 4l80e
Posted: 22.jún 2013, 18:59
frá villi58
Ég vissi alltaf að þú værir framsóknarmaður, sé að þú ert kominn með grænann lit.
Re: 350tbi + 4l80e
Posted: 23.jún 2013, 16:06
frá ellisnorra
Já ég er framsóknarmaður, en ekki bað ég nú um þennan græna lit... Sennilega er það vegna þess að ég er einn af póststjórnum hérna.
Re: 350tbi + 4l80e SELT
Posted: 26.jún 2013, 00:14
frá ellisnorra
Og þetta er selt.