Síða 1 af 1

Gefins: Hilux dót ofl.

Posted: 24.jan 2013, 00:37
frá Haukur litli
Ég er með nokkra Hilux hluti sem eru fyrir mér. Ég tími ekki að henda þessu, hef reynt að selja þetta en ekkert gengið. Er til í að gefa þetta þeim sem vilja koma og losa mig við þetta. Ég á ekki Hilux og sé ekki fram á að fá mér 89-97 Hilux aftur. Ég nenni ekki að græja þetta til flutnings. Ef þú ert ekki á Akureyri þá verður þú að fá einhvern til að pikka þetta upp hjá mér. Taktu allt eða bara smá, rest fer í ruslið.

Ef menn vilja þakka mér fyrir þá væri ég til í að fá tvö 14" nagladekk, 185/65 R14 minnir mig, eða vinstra frambretti og bensínlok á Daihatsu Sirion 99. Peningur er óþarfur, hann fer bara í vitleysu eins og mat og eldsneyti. :P

Það væri mjög vel þegið að fá eitthvað dót í staðinn, en ég er aðallega að hugsa um að þetta dót fái annað heimili og tækifæri á lengra lífi.

Pústgrein af 2L.
U-boltar, fjaðrafestingar og samsláttapúðar.
Bremsubooster og höfuðdæla.
Slefrör sem kemur á alla spíssa og svo í slöngu.
Rafkerfi úr húddi á 2L bíl, kom úr gangfærum bíl.
Ál loftinntak af Hi-Ace, ætlaði mér það í turbovæðingu á 2L, boltast á soggrein, kemur yfir ventlalok og þar kemur barki á það. Slöngustútur á því fyrir t.d. boostmæli.
Low-pinion 8" köggul án jóka. Óþekkt hlutfall, en kambur og pinion virðast hafa lent í Karíus og Baktus, tennurnar eru ekki fallegar.
Ryðgaðar og ljótar felgurær sem passa á Hilux. Slatti af þeim, opnar og lokaðar.
2 stk 6 gata spacer, sýnist þetta vera 1/4" eða 6mm, en ég pældi ekki almennilega í því.
Dráttarkúla á plötu. Virkar ágætlega sem síkkun fyrir dráttarbeisli með kúlu sem boltast á með 2 boltum.
2 stk mótorfestingar af 2L, passa held ég líka á 22R og 22RE.
Festingar fyrir framljós. Körfurnar fyrir samlokurnar, eða hvað menn vilja kalla þetta.
Sílikon-kúpling fyrir viftuspaða. Virkar fínt, er ekki föst en hefur þessa passlegu tregðu.
Rafgeymisfesting og boltar.
Plastbakki undir rafgeymi.

Ég er með nokkra ónotaða hjöruliðskrossa, þeir komu úr Spicer og Neapco kössum. Sumir virðast vera í Hilux stærð, aðrir eru stærri. Það er mjög laust yfirborðsryð á þeim eftir að vera geymdir í óupphituðu og röku plássi, en bollarnir eru alveg lausir og feitin á nálunum hrein og fín. Líklegast dugar að hreinsa þá með WD40 eða svipuðu. Ef einhver vill eiga þetta þá má hann sækja þá.

Öxulhosur líklega fyrir eldri Subaru 1800, 84 módel lúkkið held ég.

Sendið bara einkaskilaboð hérna og ég hef samband. Ef þetta dót fer ekki á nýtt heimili þá fer þetta bara í brotajárn og rusl, ég get ekki geymt það lengur.

Re: Gefins: Hilux dót ofl.

Posted: 27.jan 2013, 23:09
frá Haukur litli
Bremsuklossar fyrir 1800 súbba farnir, Hilux stöðuljósin eru einnig farin.

Re: Gefins: Hilux dót ofl.

Posted: 27.feb 2013, 21:21
frá asb91
áttu ennþá megnið af þessu ??