Síða 1 af 1

Skúffur í LC80

Posted: 09.jan 2013, 00:13
frá Magni
Sælir spjallverjar

Nú eru allar líkur á því að ég sé að fara smíða skúffur aftaní land cruiser 80. Ég er búinn að smíða svona fyrir sjálfann mig og vegna nokkurs áhuga þá var ég beðinn að taka það saman hvað þetta kostar og smíða þetta fyrir nokkra aðra. Ég reyndi að halda verðinu niðri en efni er ekki gefins í dag og til að halda því í lægri kanntinum þá ákvað ég að smíða þetta ef ég næði 5 kössum eða fleirum. Nú er ég kominn með 4 kassa staðfesta og vantar því að lágmarki einn til að byrja á þessu.

Þetta er því fínt tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að fá svona gert fyrir sig.

Verðið á kassanum er 63þús(með fyrirvara að brautirnar kosti 12þús. Þarf nefnilega að panta þær að utan og veit ekki alveg með gengið en kemur í ljós þegar ég panta).

Kassinn er smíðaður úr 12 og 15mm krossviði.

2 skúffur eru undir honum. Brautir eru heavy duty, þola 90kg og það má draga þær út um 75cm.

Handföng, læsingar og lamir eins og á mynd.

Hægt að lyfta upp hliðunum og nýta plássið við hjólaskálarnar.

Kassinn er svo festur í götin í gólfinu þar sem krókarnir eru (þarf að fjarlægja þá).

Hólf fyrir framan skúffurnar(fyrir aftan aftursætin) fyrir dót sem er minna notað.

Kassinn er í sömu hæð og aftursætin þegar búið er að leggja þau niður.

Image

Image

Image

Image

Hér sést svo hvað skúffan dregst mikið út. Kassinn er ekki teppalagður og ekki með þessu svörtu handföngum(sjá réttu handföngin ofar).

Image

Fyrir þá sem vilja kaupa sér svona þá endilega senda mér mail á Magni81@internet.is

Tek það fram að ég hugsa að ég smíði þetta bara einu sinni. Þannig um að gera að vera með.

Re: Skúffur í LC80

Posted: 09.jan 2013, 00:25
frá -Hjalti-
þú færð props fyrir þetta , mjög flott unnið.

Re: Skúffur í LC80

Posted: 09.jan 2013, 00:30
frá Magni
-Hjalti- wrote:þú færð props fyrir þetta , mjög flott unnið.


takk fyrir það

Re: Skúffur í LC80

Posted: 09.jan 2013, 07:33
frá Magni
upp

Re: Skúffur í LC80

Posted: 09.jan 2013, 12:43
frá xenon
Flottur frágangur

Re: Skúffur í LC80

Posted: 09.jan 2013, 13:54
frá peturin
Glæsilegt.
Hefur þú hugmund um hvað þetta er þungt svona ca??
KV PI

Re: Skúffur í LC80

Posted: 09.jan 2013, 14:56
frá Magni
43kg

Re: Skúffur í LC80

Posted: 09.jan 2013, 18:09
frá hringir
helvít flott hjá þér, hvar færðu þessar brautir?

Re: Skúffur í LC80

Posted: 09.jan 2013, 19:52
frá Magni
hringir wrote:helvít flott hjá þér, hvar færðu þessar brautir?


Takk. Þær eru pantaðar hjá Hegas á smiðjuveginum.

Re: Skúffur í LC80

Posted: 09.jan 2013, 21:18
frá Magni
Jæja takmarkinu er náð. Ég er kominn með 7 sem ætla að fá svona kassa. Ég hugsa að ég panti efnið á mánudagin næsta og skúffubrautirnar að utan. Þannig ef það eru fleiri sem hafa áhuga þá hafa þeir helgina til að hugsa sig um :)

Re: Skúffur í LC80

Posted: 10.jan 2013, 18:11
frá Magni
1234567

Re: Skúffur í LC80

Posted: 13.jan 2013, 19:11
frá Magni
Síðasti séns, panta í fyrramálið :)

Re: Skúffur í LC80

Posted: 13.jan 2013, 21:59
frá Magni
Síðasta upp-ið

Re: Skúffur í LC80

Posted: 13.jan 2013, 22:03
frá jeepson
Hrikalega flott hjá þér. Þetta er mjög vinsælt í Ástralíu.

Re: Skúffur í LC80

Posted: 14.jan 2013, 00:37
frá Kalli
Skúffur í Patrol og svo fellir maður bakið á bekknum, þá er komið rúm :O)Image