Síða 1 af 1

Vinnuljós til sölu.

Posted: 02.jan 2013, 23:19
frá Haukur litli
4 ferköntuð eins og eru á flestum flutningabílum. 2 þeirra eru Nordic, 1 Hella FF og 1 Wesem. Þau eru öll svo gott sem eins, það sést smá útlitsmunur ef þeim er raðað saman en annars skera þau sig ekki úr. Þau eru öll fyrir H3 perur. 2.000 kr stykkið.

Image

4 Hella Gladiator. Þetta eru klassísku gúmmíljósin. 3 notuð, 1 glænýtt. Svona ljós kosta 9.000 kr í N1, þessi notuðu sel ég 2.000 kr/stk, 5.000 kr fyrir ónotaða ljósið. Þessi henta vel á undirvagninn. Þessi ljós eru fyrir H3 perur, en ég hef séð menn setja venjulegar H4 samlokur í svona ljós.

Image
Image

1 stk Hella Comet 550 ökuljós. Þetta virkaði vel sem vinnuljós fyrir ofan pallhús hlera á Hilux. H3 pera. ATH, bara 1 stk, ekki par. 2.000 kr.

Image

Ef þau eru öll tekin í einu þá fer hollið á 18 þús.

Ljósin eru á Akureyri.

Ég er ekki alltaf í símasambandi, sendið helst SMS í 663-6898, eða PM hérna á Jeppaspjallinu.

Haukur.

Re: Vinnuljós til sölu.

Posted: 10.jan 2013, 02:34
frá Haukur litli
Bump.