Síða 1 af 1

Hver er góður við að smíða ál tank.

Posted: 10.aug 2012, 10:18
frá robola
Endileg deilið ef vitið um góðan og sanngjarnan aðila, sem getur smíðað einfaldann ál bensíntank

Re: Hver er góður við að smíða ál tank.

Posted: 10.aug 2012, 11:17
frá Polarbear
ke-málmsmíði hefur verið að gera svona hluti m.a.

Re: Hver er góður við að smíða ál tank.

Posted: 10.aug 2012, 19:30
frá snorri80
ÁLHEIMAR í Hafnarfyrði

Re: Hver er góður við að smíða ál tank.

Posted: 10.aug 2012, 20:12
frá Stjáni
Get bent þér á einkaaðila norður í skagafyrði, algjör snillingur í álinu, Fjóli 8948188

hér er hægt að skoða smíðamyndir frá honum

https://www.facebook.com/?ref=tn_tnmn#! ... 6642201968

Re: Hver er góður við að smíða ál tank.

Posted: 10.aug 2012, 22:37
frá Sævar Örn
Hvernig er þegar smíðaður er nýr aðaltankur úr áli, er spáð í olíugildrum og slíku svo vélin sjúgi ekki loft þegar lítið er í tankinum eða er bara passað að hann tæmist ekki, hafði ímyndað mér að það þyrfti að vera lægra rými í honum þar sem sogrörið kemur ofan í tankann svo það sé alltaf einhver forði t.d. ef ekið er í hliðarhalla með lítið í tankinum

Re: Hver er góður við að smíða ál tank.

Posted: 10.aug 2012, 23:00
frá Oskar K
Sævar Örn wrote:Hvernig er þegar smíðaður er nýr aðaltankur úr áli, er spáð í olíugildrum og slíku svo vélin sjúgi ekki loft þegar lítið er í tankinum eða er bara passað að hann tæmist ekki, hafði ímyndað mér að það þyrfti að vera lægra rými í honum þar sem sogrörið kemur ofan í tankann svo það sé alltaf einhver forði t.d. ef ekið er í hliðarhalla með lítið í tankinum


hefði nú haldið að flestir sem eru í þessum pælingum séu að hugsa ál tankinn sem aukatank

Re: Hver er góður við að smíða ál tank.

Posted: 10.aug 2012, 23:09
frá Sævar Örn
Oskar K wrote:
Sævar Örn wrote:Hvernig er þegar smíðaður er nýr aðaltankur úr áli, er spáð í olíugildrum og slíku svo vélin sjúgi ekki loft þegar lítið er í tankinum eða er bara passað að hann tæmist ekki, hafði ímyndað mér að það þyrfti að vera lægra rými í honum þar sem sogrörið kemur ofan í tankann svo það sé alltaf einhver forði t.d. ef ekið er í hliðarhalla með lítið í tankinum


hefði nú haldið að flestir sem eru í þessum pælingum séu að hugsa ál tankinn sem aukatank


ekki ég og því spyr ég.

Re: Hver er góður við að smíða ál tank.

Posted: 11.aug 2012, 20:29
frá Stjáni
Það er örugglega allur gangur á því hvernig menn vilja hafa þetta og ef menn vita nákvæmlega hvernig þeir vilja hafa tankinn er hægt að smíða hann eftir því og nota sem aðaltank, En er það samt ekki rétt hjá mér að það sé meiri hætta á rakamyndun í áltank heldur en stál eða plast? Nema náttúrulega ef passað er uppá að hann sé oftar en ekki fullur af eldsneyti... heyrði það einhversstaðar.

kv. Kristján