Síða 1 af 1

Tölvur og kerfi ehf - www.raftaeki.com

Posted: 27.maí 2010, 22:43
frá raftaeki.com
Raftaeki.com á GPS tæki með margmiðlunaspilara og ýmislegt annað skemmtilegt fyrir jeppaeigendur.
Öll tæki keyra Garmin gps með Íslandskorti.
Úrvalið er alltaf að aukast svo lítið við.
http://www.raftaeki.com
Kveðja,
Tölvur og kerfi ehf
http://www.raftaeki.com

Re: Tölvur og kerfi ehf - www.raftaeki.com

Posted: 21.jún 2010, 21:04
frá raftaeki.com
Þessi gps tæki eru með mjög góðum örgjörva sem þýðir ekkert frost eða vesen og þau spila líka myndir og MP3.
2-8 GB SD kort fylgir, þannig að hægt er að hafa með sér sjónvarpsefni á fjöll til að spila meðan beðið er.
Gott verð og góð gæði.
Kveðja,
Vefstjóri

Re: Tölvur og kerfi ehf - www.raftaeki.com

Posted: 22.jún 2010, 09:36
frá gudnithor
Þetta tæki sem er til sölu á $154.00 á raftaeki.com

er hægt að fá ef menn eru ekki mjög hræddir við að nota netið á

DealExtreme fyrir $67.90 (þar á reyndar eftir að borga VSK).

Mér sýnist vera svipað á öllum hinum tækjunum. GPS tæki á DX.

Kv, Neytandavaktin.

Re: Tölvur og kerfi ehf - www.raftaeki.com

Posted: 01.júl 2010, 16:54
frá raftaeki.com
Afhverju er neitendavaktin alltaf í einhverju skrítnu þegar menn eru að bjóða bara mjög góðan díl.
67,9 dollarar eru án flutnings sem er líklega um 40 dollarar ef þú færð það ekki með bréfdúfu.
Þá erum við komnir í 107 dollara.
Þá er virðisauki og vörugjöld eftir.
Ef GPS er margmiðlunarspilari líka, þá kemur vörugjald líka ofan á ásamt VSK.
Þá ertu komin yfir 200 dollara.
Þó svo að þú myndir sleppa við vörugjaldið, þá ertu komin yfir tilboðið sem var þarna í gangi.
Tölvur og kerfi ehf er líka íslenskt fyrirtæki og við erum með ábyrgð á okkar seldu vöru eins og Íslensk lög kveða á um.
Það færð þú ekki á þessari síðu.
Áður en neytendavaktin tjáir sig, þá væri ágætt að reikna dæmið til enda, ekki vera með svona rugl.
Kveðja.
Vefstjóri
raftaeki.com

Re: Tölvur og kerfi ehf - www.raftaeki.com

Posted: 01.júl 2010, 17:40
frá raftaeki.com
Gleymdi einu mjög mikilvægu.
Það eru ekki öll svona GPS tæki sem geta keyrt Garmin hugbúnað.
Það eru ekki nema nokkur af þessum OEM tækjum sem geta keyrt Garmin hugbúnað og kort.
Öll okkar tæki geta það.
Við erum líka að bjóða löglegan hugbúnað og kort í öll okkar tæki.
Kveðja,
Vefstjóri

Re: Tölvur og kerfi ehf - www.raftaeki.com

Posted: 01.júl 2010, 18:23
frá gudnithor
...

Re: Tölvur og kerfi ehf - www.raftaeki.com

Posted: 01.júl 2010, 18:33
frá bjatkja
Ég verð að vera sammála Neytendavaktinni enda hef ég oft áður verslað við DealExtreme.com(DX).
Það eina sem er leiðinlegt við DX er að það tekur yfirleitt í kringum 2.vikur að fá vöruna hingað til landsins, en það er svosem allt í lagi þar sem maður er ekki að borga neinn flutningskostnað og þetta er sent frá HongKong.

DealExtreme topp síða með alvöru "knock off" vörum.

Re: Tölvur og kerfi ehf - www.raftaeki.com

Posted: 20.júl 2010, 17:28
frá raftaeki.com
Sælir aftur.
Eruð þið búnir að prófa að versla GPS tækin hjá þeim og setja inn Garmin hugbúnaðinn?
Segi það aftur og endurtek enn að öll tæki hjá okkur keyra Garmin og geta notað Íslandskortin.
Við erum líka með ábyrgð á okkar tækjum og afhendum á 7 virkum dögum.
Við kennum á tækin og erum alveg ótrúlega hressir (skiptir afar miklu máli).
Það er ekki nóg að vera kaldur að panta af netinu, það þarf líka að vera nokkuð á hreinu hvað menn eru að fá.
Kveðja,
Raftaeki.com

Re: Tölvur og kerfi ehf - www.raftaeki.com

Posted: 04.aug 2010, 00:48
frá raftaeki.com
Bara að láta jeppamenn vita að það eru 3 sendingar uppseldar og við erum að fá aðra sendingu eftir c.a. 2 vikur.
Fyrstur kemur fyrstur fær.
Ótrúlega vönduð tæki hér á ferð á www.raftaeki.com

Re: Tölvur og kerfi ehf - www.raftaeki.com

Posted: 06.feb 2011, 23:36
frá ms14scout
Langaði að vara við þessu fyrirtæki (raftaeki.com). Hér er umræða um konu sem lenti illa í viðskiptum við þá.
http://er.is/messageboard/messageboard. ... tiseType=0

Re: Tölvur og kerfi ehf - www.raftaeki.com

Posted: 07.feb 2011, 12:47
frá hvadermalid
Já gott að fá svona reynslusögur frá þeim óheppnu sem lent hafa í svona svindlurum. Á heimasíðu þessa "fyrirtækis" stendur einmitt "EINGÖNGU Á NETINU", ætli það sé ekki til að komast hjá því að þurfa að eiga við fólk sem fær gallaðar vörur frá manninum.

Nokkur quote úr umræðuni á ER.is

"Þá sendi hann sms til baka til kærastann minn og sagði ,,hvað er fucking málið? ég er upptekinn''
"Hann hefur nú viðurkennt að þetta er galli í spilaranum en hann sagði mánudaginn 17. janúar að hann ætlaði að leggja inn á mig en ekkert hefur komið inn"
"Við erum að lenda í því sama.. keyptum einhvern sona margmiðlunar spilara og það er alltaf eitthvað suð í honum, reyndum og reyndum að ná í þá en ekkert."
"Fundum svo eitthvað annað nr. fyrir þennan gæja og þá vildi hann ekki svara. fundum ekki búðina þar sem þeir segjast vera og enginn hefur heyrt um þá þarna í kring, nema bara frá fólki sem er að leyta af þeim vegna bilana eða álíka"

Hugsum okkur vel um áður en við förum að henda tugum þúsunda í raftæki.

Re: Tölvur og kerfi ehf - www.raftaeki.com

Posted: 10.feb 2011, 01:03
frá aggibeip
Þetta hljómar voða grunsamlegt allt saman.. um að gera að hafa varann á :)

Re: Tölvur og kerfi ehf - www.raftaeki.com

Posted: 11.feb 2011, 20:52
frá raftaeki.com
Bara til að hafa það á hreinu að raftaeki.com hafa engann svikið og munu ekki gera.
Bara að benda á það að tengillinn á ER.is hefur verið tekinn úr birtingu.
Með bestu kveðju,
Raftaeki.com

Re: Tölvur og kerfi ehf - www.raftaeki.com

Posted: 12.feb 2011, 01:59
frá Járni
Ég vil minna á að hér á vefnum skulu menn skrifa undir fullu nafni undir öllum kringumstæðum.

Re: Tölvur og kerfi ehf - www.raftaeki.com

Posted: 13.feb 2011, 22:19
frá Járni
Notandinn Gunnar62 hefur verið bannaður fyrir að skrifa ekki undir fullu nafni.
Þessum þræði er hér með læst.