Óe læsingarmótor á framdrif í lc 90

User avatar

Höfundur þráðar
Ingi
Innlegg: 71
Skráður: 31.jan 2010, 19:58
Fullt nafn: Ingvar Guðni Svavarsson
Staðsetning: Akureyri

Óe læsingarmótor á framdrif í lc 90

Postfrá Ingi » 05.júl 2011, 18:59

Mér vantar læsingarmótor á framdrif á lc 90
þetta er eflaust eitthvað sem hefur verið smíðað í hann en mig grunar að þetta sé upphaflega úr lc80
hann lítur sirka svona út
Image

ef einhver á svona handa mér þá má hann endilega hafa samband í einkaskilaboðum
eða á ingi88@hotmail.com




Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: Óe læsingarmótor á framdrif í lc 90

Postfrá Haukur litli » 05.júl 2011, 20:07

Er hann á hásingu að framan? Þá áttu að geta notað mótor að framan úr 80 Cruiser eða mótor af afturdrifi í 90 Cruiser og fleirum.


haffij
Innlegg: 174
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Óe læsingarmótor á framdrif í lc 90

Postfrá haffij » 05.júl 2011, 20:12

Þessi sem er á myndinni er læsingamótor úr aftur lás á LC 80. Læsingamótorinn af framhásingunni úr LC 80, og afturhásingum á LC 90 hiluxum og fleirum lítur aðeins öðruvísi út. Hann er ekki með þessum svarta öxli útúr heldur er aftan á honum tannhjól sem að fer inn í drifköggulinn.

Hafðu samband við Kjartan (upplýsingar í linknum fyrir neðan) hann á hugsanlega eitthvað fyrir þig.
http://www.f4x4.is/index.php?option=com ... 44#p157944

Annars má nú ansi lengi gera við þessa mótora, allavegna ef að álhúsið utan um þá er ennþá heilt. Tæknivélar (sími 5771500) hafa verið heilmikið í því.

Síðan má smíða á þetta lofttjakka ef að mótorinn er alveg í stöppu.

User avatar

Höfundur þráðar
Ingi
Innlegg: 71
Skráður: 31.jan 2010, 19:58
Fullt nafn: Ingvar Guðni Svavarsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Óe læsingarmótor á framdrif í lc 90

Postfrá Ingi » 05.júl 2011, 20:32

nei Haukur hann er því miður á klöfum að framan

en Haffi ég prufa að tala við Kjartan og sé hvað hann segir
annars sér ekkert á húsinu utan um mótorinn ég á alveg eftir að opna þetta og
skoða hvernig þetta lítur út að innan en allavega takk fyrir þetta


haffij
Innlegg: 174
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Óe læsingarmótor á framdrif í lc 90

Postfrá haffij » 05.júl 2011, 23:01

Ef þú ákveður að skrúfa hann í sundur þá skaltu passa þig á því að hann verður að fara rétt saman aftur.

Stillingin á svarta öxlinum sem að gengur út úr mótornum á móti tannhjólinu sem að á honum snýst skiptir miklu máli, ef hún er ekki rétt þá getur það gerst að kransarnir í læsingunni ná ekki að fullu saman áður en mótorinn stoppar og þá aukast líkurnar á því að lásinn sleppi undir átaki og að þú brjótir lásinn til muna.


Til baka á “Vara og aukahlutir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur