Postfrá ingolfurkolb » 21.jan 2011, 10:15
Jæja ég er búinn að grenslast svolítið um svona kanta og enginn virðist eiga mót. Alltplast mótin sem Björgvin átti að eiga núna eru ekki til lengur. Það er búið að henda þeim. En þeir hjá formverk eru tilbúnir að búa til mót og selja okkur svo kanta. Ég er búinn að semja við þá að fara með minn bíl uppeftir til þeirra svo þeir geti snikkað þetta. En ég kemst ekki alveg á næstunni þar sem bíllinn er ekki alveg tilbúinn strax svo ef einhverjum ykkar vantar kanta fljótlega er ég viss um að þið getið farið með bílinn ykkar til þeirra í stað mín.