Getið þið ráðlagt mér í dekkjamálum undir F350


Höfundur þráðar
Ólafur Ragnarsson
Innlegg: 19
Skráður: 14.des 2010, 22:37
Fullt nafn: Ólafur Lýður Ragnarsson

Getið þið ráðlagt mér í dekkjamálum undir F350

Postfrá Ólafur Ragnarsson » 11.mar 2016, 10:17

Sælir kappar

ég er með nýlegan f350 ford og er að spá í að setja undir hann 38" toyo dekk. þau eru til fyrir 16" felgu.
ef ég færi í 37" toyo dekk þá get ég verið með 17 og jafnvel 18" felgu.

hverju mæla menn með í því.
mér er líka sagt að í þessum pælingum aðallega sem vígaleg keyrsludekk að þá séu toyo dekkin langbesti kosturinn, er það svo?

Svo er það felgupæling.
ég gef mér að ekki komi miklar mótbárur við að ég kaupi 38" toyo á 16" felgu. Hvaða felgu á ég þá að kaupa.
Ég er einn af þeim sem hugsa kannski ekkert allt of vel um daglegt viðhald, er lítið að þrífa og ekkert að bóna. Það veldur því að álfelgur vilja oft verða fljótt dáldið ljótar hjá mér.
Ætti ég að fara frekar í stálfelgur?
og ef svo er hvaða felgur ætti ég að fara í og hver selur.
eins ef menn vilja frekar að ég kaupi álfelgur hvort menn geti mælt með einhverju sérstöku.

mbk óli
oyot
Innlegg: 11
Skráður: 15.feb 2016, 20:42
Fullt nafn: Elías Kristjánsson

Re: Getið þið ráðlagt mér í dekkjamálum undir F350

Postfrá oyot » 11.mar 2016, 12:10

Toyo dekkin eru frábær keyrsludekk, endingargóð og níðsterk, mæli hiklaust með þeim

Með felgur þarftu að pæla svolítið í hvort þú sért að fara að hleypa mikið úr þeim, finnst það ekki líklegt á svona bíl.

Auðvitað lúkkar bíllinn mikið betur á álfelgum og mæli ég helst með að þú talir við IB á Selfossi, hefur reynst mér vel og getur pantað felgur með skömmum fyrirvara, er líka með mjög mikið úrval.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1693
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Getið þið ráðlagt mér í dekkjamálum undir F350

Postfrá jeepcj7 » 11.mar 2016, 19:09

Þú veist örugglega af því að það er þörf á talsverðri slípun/aðlögun á bremsudælum ef þú ætlar í 16 tommu felgur alveg hægt en er dálítil vinna.
Flestar 17 tommu sleppa undir en ekki allar.
Ég persónulega mæli með stálfelgum og láta galvanisera eða polyhúða þær.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Fordinn
Innlegg: 374
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Getið þið ráðlagt mér í dekkjamálum undir F350

Postfrá Fordinn » 11.mar 2016, 21:33

Toyo fyrir allan peninginn undir svona hlunka bíla... þetta eru EINU 38" dekkin á markaðinum sem bera þessa bíla með sóma, þau slitna hægt, gott að keyra á þeim og þau eru þyngdar sinnar virði í gulli eða svona hérumbil,


Eini ókosturinn við þau er fáranleg verðlagning, enn eg myndi kaupa þau aftur ef eg þyrfti að endurnýja.

Búinn að vera með þau undir ford 250 super duty síðan 2007-2008 ca og keyrt fleiri tugi þúsund km á þeim án nokkura vandræða.


Hef engra hagsmuna að gæta í þessu máli, bara orðinn hundleiður á dekkjasölum sem selja rusl =)


Höfundur þráðar
Ólafur Ragnarsson
Innlegg: 19
Skráður: 14.des 2010, 22:37
Fullt nafn: Ólafur Lýður Ragnarsson

Re: Getið þið ráðlagt mér í dekkjamálum undir F350

Postfrá Ólafur Ragnarsson » 17.mar 2016, 08:19

ég þakka svörin.

niðurstaðan úr þessu verður að líkindum sú að ég tek 38" toyo og 18" stálfelgur ég ætla að láta míkro skera dekkin.

jeepcj7 stingur upp á galvanhúðum á felgum eða políhúðun.
Er políhúðun ekki að brotna eitthvað og springa frá eða er hún bara solid

er það bara solid og frábær útbúnaður að galvanhúða felgurnar og mála þær svo bara á eftir., verð að viðurkenna að mér hugnast það nokkuð vel.
er ekki ennþá reglan sú að galvan húðn á akureyri er miklu snyrtilegri en í bænum eða er það búið að lagast fyrir sunnan.


ivar
Innlegg: 686
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Getið þið ráðlagt mér í dekkjamálum undir F350

Postfrá ivar » 17.mar 2016, 08:27

Ég hef verið með 37" Toyo undir svona bíl og bara snilld.

Ekki gleyma einni ráðleggingu sem ég hef ekki séð hér og það er að þessir bílar þola mun meira loft í dekkjunum en vaninn er á öðrum hálf-jeppum s.s. patrol og lc
Ég var t.d. með 65psi í mínum dekkjum og munaði mikið um það í stýrisþyngd og eyðslu.

Varðandi ál vs stál þá finnst mér álfelgurnar vera betri í þessum tilfellum. Endast betur hvað varðar áferð og miðjur en ég veit af einum sem var með mikinn burð á bílnum (5th wheeler og ~40" dekk) og hann var að brjóta miðjurnar í stálfelgum og gafst upp.

Ef þú hinsvegar ákveður að fara í stálfelgur þá skaltu hugsa þig vel um áður en þú heitgalvaniserar þar sem felgurnar munu að öllum líkindum fara úr balance þar sem zinkið getur ómögulega sest jafnt á alla felguna. Polyhúðun eða kald-galv (aka góð málning með miklu zink innihaldi og tveggjaþátta lakk) væri mín leið.

Ívar

User avatar

dadikr
Innlegg: 143
Skráður: 05.feb 2010, 08:50
Fullt nafn: Daði Már Kristófersson
Bíltegund: Chevrolet K30

Re: Getið þið ráðlagt mér í dekkjamálum undir F350

Postfrá dadikr » 17.mar 2016, 14:11

37'' toyo ekki spurning. Ég er á gangi nr 2. Alveg frábær keyrsludekk með fyrna góða endingu. Sammála með þrysting. Gott að hafa hann háan á sumrin.

Daði


Til baka á “Dekk og felgur”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir