Síða 1 af 1

TOYO pælingar

Posted: 30.maí 2015, 21:26
frá Garpur
Hvaða felgubreidd hafa menn verið að nota með Toyo 35" dekkjum(15") sem eru 13,5" breið???

Re: TOYO pælingar

Posted: 31.maí 2015, 00:19
frá haffiamp
þeir sem ég veit um eru að nota 12" breiðar og ég sjálfur einnig, kemur mjög vel út
veit reyndar um einn sem er að nota 13" breiðar sem eykur auðvitað líkur á affelgun en það kemur samt vel út

Re: TOYO pælingar

Posted: 31.maí 2015, 23:01
frá Garpur
ok, þannig að 10"breiðar felgur eru þá líklega ekki hentugar!!! Eru menn að láta vel af þessum dekkjum heilt yfir?

Re: TOYO pælingar

Posted: 31.maí 2015, 23:10
frá snöfli
Við eru nær altaf að nota breiðari felgur en dekkin eru gerð fyrir hér á landi til að fá meira flot í snjó.

Felgubreidd samkvæmt framleiðanda er: 8.5-11.0-11.0, þ.e min 8,5" meðmælt 11" og max 11".

Mundi ætla að 10" sé fínt nema úrhelypt.

Re: TOYO pælingar

Posted: 01.jún 2015, 01:22
frá Boxer
Ég er með Y61 Patrol á Toyo MT 35x13,5R15 dekkjum, þau eru á 12" breiðum stálfelgum, negld og míkróskorin.
Þessi dekk eru mjög gód akstursdekk, alveg kringlótt, þurfti lítið að ballansera, og miðað við hvað þau eru grófmunstruð þá heyrist lítið veghljóð í þeim.
En þau eru þung, eitt dekk á felgu er 58kg hjá mér.
Ég held að ef að þú viljir eiga möguleika á úrhleypingu á væri 12" málið, vissulega er það breiðara en framleiðandinn gefur upp, en vitum við ekki alltaf betur en framleiðendurnir. ;-)
Eru menn ekki einmitt að kaupa þessi breiðu dekk til þess að geta hleypt úr þeim, ég gerði það alla veggna.
Þótt að þessi dekk séu svolítið dýr, þá eru þau allgerlega þess virði, að mínu mati.

Re: TOYO pælingar

Posted: 05.jún 2015, 23:51
frá jon mar
Ég er soldið forvitinn um hvað þessi dekk kosta í dag. Einhver sem lummar á slíkum upplýsingum?

Re: TOYO pælingar

Posted: 06.jún 2015, 09:06
frá villi58
12" fínt.

Re: TOYO pælingar

Posted: 06.jún 2015, 10:49
frá Freyr
Var með svona á 10" felgum undir cherokee. Notuð sem sumardekk en notuð nokkrum sinnum í blautum vor/sumarsnjó. Þetta kom bara fínt út og lögðust fínt við úrhleypingu en eru þó flottari á 12".

Re: TOYO pælingar

Posted: 06.jún 2015, 12:44
frá Arnþór
Ég er með þetta á 13" breiðri felgu kemur vel út