Síða 1 af 1
TS: Spangir og eyru fyrir úrhleypibúnað (Landvélahnén)
Posted: 03.des 2014, 18:12
frá Doddi23
Get útbúið spangir og eyru fyrir úrhleypibúnað (stóru Landvélahnén) ef áhugi er fyrir hendi.
Spangirnar eru úr 3mm rústfríu og eyrun úr 3mm svörtu.
Fáanlegt fyrir allar felgustærðir.
Verð: 13.500kr settið fyrir 4 felgur.Einnig get ég gefið verð í aðrar útfærslur svo sem fyrir önnur hné, aðrar þykktir, annað efni eða annað útlit.
Frekari upplýsingar í skilaboðum, eða síma 779-7809
Ps. Er á Akureyri

- Á hönnunarstigi
- Felgu spangir 3D.jpg (88.3 KiB) Viewed 7049 times

- Sýnis horn af fyrsta settinu
- 20141204_150828.jpg (97.17 KiB) Viewed 6969 times
Re: TS: Spangir og eyru fyrir úrhleypibúnað (Landvélahnén)
Posted: 04.des 2014, 16:15
frá maggiesue
sæll hef ahuga a þessu er i sima 8640350 Kjartan
Re: TS: Spangir og eyru fyrir úrhleypibúnað (Landvélahnén)
Posted: 04.des 2014, 17:45
frá villi58
Af hverju eru eyrun úr svörtu ?? Það er í lagi þó þau séu úr ryðfríu þó þau séu soðin í stálfelgur.
Re: TS: Spangir og eyru fyrir úrhleypibúnað (Landvélahnén)
Posted: 12.des 2014, 23:47
frá Doddi23
Það er bara spurning hvað menn vilja, ég vildi sjálfur hafa þau úr svörtu þar sem ég hugsa þau sem part af felgunni og mála þau því í sama lit og hana. Er ekkert mál að fá eyrun úr rústfríu líka ef menn vilja, munar kannski einhverjum hunndraðköllum í verði.
Re: TS: Spangir og eyru fyrir úrhleypibúnað (Landvélahnén)
Posted: 13.des 2014, 01:30
frá svarti sambo
Ég vona að ég sé ekkert voðalega leiðinlegur, en það er einn stór galli á þessari hönnun. Ég ætla ekkert að setja út á hönnunina sjálfa, bara efnisvalið. Þó að ryðfrýja efnið sé fallegt og allt það, þá herðist það við víbring og brotnar svo, þegar að það er orðið passlega stökkt. Mæli frekar með svörtu efni og t.d. polýhúðun eða galvinseringu.
Re: TS: Spangir og eyru fyrir úrhleypibúnað (Landvélahnén)
Posted: 13.des 2014, 05:02
frá grimur
Sammála því. Galvanísk tæring er líka ekkert sexí, það ryðgar alltaf þar sem ryðfrítt er boltað í svart nema að setja einangrun alveg á milli.
Ryðfrítt er eitt allra ofmetnasta smíðaefni sem fyrirfinnst og ætti að forðast það í bílasmíði eins og kostur er.
Kv
G
Re: TS: Spangir og eyru fyrir úrhleypibúnað (Landvélahnén)
Posted: 13.des 2014, 07:49
frá ivar
hef séð þetta úr plastefni og myndi alltaf fara í þær spangir ef ég léti smíða þetta fyrir mig aftur.
Riðgar ekki amk :)
Re: TS: Spangir og eyru fyrir úrhleypibúnað (Landvélahnén)
Posted: 13.des 2014, 16:06
frá Doddi23
Sælir.
Það er ekkert mál að fá þetta úr svörtu ef menn vilja það frekar. Ég hinsvegar hef séð marga með þetta úr rústfríu og hefur engin kvartað yfir því svo ég viti.
Ein af ástæðunum fyrir að ég valdi að hafa þetta úr rústfríu(316) er að Landvélahnén eru rústfrí og ég vill frekar fá tæringu(ryð) við eyrun sem er ódýrt og einfallt að skipta um heldur í miðjunni á spönginni sem er dýrasti hlutinn af þessari smíði.
Er heldur ekki svo flókið að verja eða einangra á milli þessara tveggja elementa við eyrun ef maður vill.
Ég set svona sett sjálfur á allavega 2 bíla hjá mér, þannig að ég er ekki með mikklar áhyggjur af þessu en sem komið er allavega.
Re: TS: Spangir og eyru fyrir úrhleypibúnað (Landvélahnén)
Posted: 13.des 2014, 21:07
frá Svenni30
Alveg slakur að kalla þá aumingja fyrir það eitt að hafa skoðun á efnisvali. Þetta er flott hjá honum einginn spurning.
Re: TS: Spangir og eyru fyrir úrhleypibúnað (Landvélahnén)
Posted: 13.des 2014, 21:10
frá hobo
Henti óviðeigandi pósti út, hér má ekki kalla neinn illum nöfnum. Þannig er nú það.
Re: TS: Spangir og eyru fyrir úrhleypibúnað (Landvélahnén)
Posted: 08.jan 2015, 16:36
frá eiriksra@gmail.com
Veit einhver hvernig ég næ í manninn varðandi þessar spangir? Reyndi einkaskilaboð en fæ bara "notendur eru ekki til". Ekki tókst mér að finna símanúmer út frá nafninu hans heldur.
Og ef Doddi sjálfur les þetta - vinsamlega hringja í Ragnar í s. 787 0667.
Re: TS: Spangir og eyru fyrir úrhleypibúnað (Landvélahnén)
Posted: 10.jan 2015, 11:26
frá Seraphim
Sæll
Ef þú ert ekki búinn að ná í hann þá veit ég að hann vinnur hjá IceAk. Sendu bara tölvupóst þangað, hann sér það.
Þorri
Re: TS: Spangir og eyru fyrir úrhleypibúnað (Landvélahnén)
Posted: 10.jan 2015, 12:30
frá Dúddi
Simanumerið hans er gefið upp i auglysingunni.
Re: TS: Spangir og eyru fyrir úrhleypibúnað (Landvélahnén)
Posted: 23.des 2015, 00:52
frá Svenni30
Ertu enþá að selja þetta ?
Re: TS: Spangir og eyru fyrir úrhleypibúnað (Landvélahnén)
Posted: 23.des 2015, 12:10
frá hobo
Mér sýndist þetta vera til sölu í straumrás, eða kannski var það sýnishorn með tilvísun í Dodda.