Síða 1 af 1

Chevrolet Blazer K5 1986 44" breyttur

Posted: 04.mar 2012, 17:19
frá Blazer K5
þá er komið að því að auglýsa alvöru trukk til sölu. þetta er eins og segir að ofan Stóri Blazer 1986 módel, þannig að hann er orðinn fornbíll sem er mikill kostur.
er ekki á númerum
hann er á alvega gjörsamlega óslitnum og nelgdum 42"IROK búið að keyra ca.500-1000km
6 gata felgur, veit ekki deilinguna, var sagt að þetta væri japanska deilingin, hef nú bara ekki prófað það
Mótorinn er GM 6.2 með túrbínu og ryðfríu pústi, skilar þessum hlunk vel áfram. viktar að mig minnir ca. 2500kg fullur af olíu og á leið í túr
Ný sérstyrkt TH 400 skipting með shift kitti.
np203 millikassi
np205 lógír, gæti verið öfugt, man það ekki alveg,
9" ford styrkt hásing að aftan með nospin
dana 44 að framan með nospin, hjálpartjakkur á stýri,
gormar allan hringinn, four link framan og aftan, stillanlegir koni demparar allan hringinn, alveg snilldarfjöðrun í torfærum.
nýleg reimdrifin loftdæla.
ryðfrír aukaolíutankur
búið er að skipta um botinn inní bíl og innri brettin að framan, (límmiðarnir enn á)
sæti úr Mözdu 626 skilst mér, útvarp með kassettuspilara:)

svo er svona hitt og þetta í ólagi
hann lýtur nú alveg svona þokkalega út, eitthvað ryð hér og þar en ekkert sem er erfitt að laga,
demparafestingin hægramegin að framan er laus, brotnaði í einhverjum torfærum hjá mér
stýringin fyrir glóðakertin er í einhverju rugli sem veldur því að hann er soldið leiðinlegur í gang, en mallar rosa fínt þegar hann er kominn i gang, svo er náttúrulega soldið slag í stýri eins og á að vera á svona höfðingjum,
þetta er nú svona það helsta sem ég man eftir og þessir hlutir sem eru í ólagi eru nú ekkert mikið stórmál að laga, aðallega tími,

svo er ég náttúrulega að gleyma alveg helling þannig að það er bara að spurja.

en svo kemur að því að ákveða eitthvað verð á svona bíl sem er nú alltaf svolítinn hausverkur. en er nú samt með einhverjar hugmyndir,
bara dekkinn og skiptingin kosta sitt,
það var svona bíll til sölu á bílasölum.is í haust í topplagi á 1.5millur, þannig að við byrjum bara á því að tala um ca. 700.000kr,
hlusta á öll raunhæf tilboð, er nú til í skipti á einhverju skemmtilegu, td. fjórhjóli eða jeppadóti

myndir, eru nú ekki þær glæsilegustu, vélin varð náttúrulega batteríslaus þegar ég var að vesenast í þessu, get reddað fleirum

Image
ryðfrítt púst
Image
9" ford styrkt
Image
9"ford styrkingar sjást betur
Image
afturendi
Image
dempari
Image
flott dekk,
Image
dekk og felgur
Image
dekk
Image
opið húdd

Re: Chevrolet Blazer K5 1986 44" breyttur

Posted: 04.mar 2012, 22:19
frá teiturgu
væri til í að skoða þetta betur, hvað þarf til að koma honum á númer ? myndir þú gera það ? er vélin í góðu lagi ? hvað er hann búinn að standa lengi ? Geturðu sent mér betri myndir á teiturgu@gmail.com Ég er með Pajero 3500 1995 í skiptum ef þú vilt það óbreyttur í þokkalegu standi.
ps. er ekki á landinu eins og er en kem 12 mars heim.
kv. Teitur

Re: Chevrolet Blazer K5 1986 44" breyttur

Posted: 06.mar 2012, 14:09
frá davidoz
Hvað segirðu um nokkur bretti af bjór ?

Re: Chevrolet Blazer K5 1986 44" breyttur

Posted: 06.mar 2012, 19:12
frá Blazer K5
ja davíð það hljómar vel, spurning hvort þú drekkir þig þá ekki bara í meiri skuld ;)

en allavega þá fer ég í sveitina um helgina og þá tek eg fleiri myndir

Re: Chevrolet Blazer K5 1986 44" breyttur

Posted: 13.mar 2012, 21:49
frá Blazer K5
jæja þá komst maður loksins í sveitina, tók slatta af myndum,
sendi áhugasömum myndir í Emil

Re: Chevrolet Blazer K5 1986 44" breyttur

Posted: 23.mar 2012, 20:47
frá Blazer K5
jæja

þá er maður búinn að redda demparafestingunni, orðið betra en nýtt. helvíti fínt að keyra hann núna
athugaði hultföllin og þau eru 4.56

er enn til sölu, skoða skipti á flestu, ekki dýrara dóti samt, vantar t.d. 8 gata felgur, 35-38" dekk fyrir 16,5" felgur, spil, gamalt fjórhjól, ástand skiptir ekki máli,
fæst samt líka á fínu staðgreiðsluverði

Re: Chevrolet Blazer K5 1986 44" breyttur

Posted: 23.mar 2012, 21:11
frá Haffi
Hættu þessu rugli Diddi og notaðu þetta bara!!

Re: Chevrolet Blazer K5 1986 44" breyttur

Posted: 26.mar 2012, 11:59
frá björninn2
sæll ég á fyrir þig felgur 14" breyðar og það eru 2 stk 38" modder á 2 felgum gott munstur halda fint lofti en farin að fúna kv. björninn

Re: Chevrolet Blazer K5 1986 44" breyttur

Posted: 28.mar 2012, 21:54
frá pallipáls
sæll sendu mér mindir og upls á pallipals@simnet.is