Bronco 86
Posted: 31.jan 2012, 13:32
Er með Ford Bronco ´86 til sölu. Bíllinn er breyttur fyrir 38" núna en það þyrfti bara að lyfta honum um 2" ef það ætti að setja undir hann 44". Það eru 4,56 ný hlutföll, ARB loftlás að framan í 44 skæra hásingu. No Spin að aftan í 9". C6 skipting og stærri eða öllu heldur sterkari millikassinn sem kom í þessum bílum, man ekki hvað hann heitir. Vélin er 351W með nýju ál milliheddi frá Edelbrock og blöndungurinn er einnig nýr 4 hólfa frá Edelbrock þetta var keypt saman í kitti. Ég á ennþá kassan utan af þessu. Nýr altinator sem hleður 95 AMPS í hægagangi og 150 AMPS á snúning. Á ennþá proof of performance miðan frá Powermaster. Nýjar stangar og stimpilstangar legur eru í mótor. Á nóturnar fyrir þessu nýja dóti. Lift kittið er keypt frá USA og passar á allar orginal festingar í bílnum. Ótrúlega stabíll. Bíllin er nánast tilbúinn í málun, það þarf að sjóða smá í toppinn að öðru leiti óriðgaður fyrir utan afturhleran hann er ónýtur, hann fylgir nýr með. Það fylgja líka með bílnum ný bretti allan hringinn. Hafið samband ef þið hafið áhuga á þessu verkefni. Skoða skipti en ætla samt ekki að láta þetta fara á einhvert klink :-)