Síða 1 af 1

LC 80 til sölu

Posted: 03.okt 2011, 18:44
frá haffij
Til sölu toppeintak af díselknúnum LandCruiser 80 árgerð 1990-2011 skoðaður fram í október 2012.

Vegna aðeins breyttra áhugamála hjá mér ætla ég að selja jeppann minn sem er af gerðinni LandCruiser 80 skráður árið 1990 en bíllinn hefur verið mikið endurnýjaður á síðustu árum.

Meðal annars var hann ryðbættur og almálaður vorið 2010 og vélin var tekin upp vorið 2011.
Bílinn er sjálfskiptur og ekinn rúmlega 500 þús samkvæmt mæli.

Bíllinn er á 37” Goodyear dekkjum á pólýhúðuðum álfelgum. Dekkin að ættu að endast eitt til tvö sumur í viðbót (fylgja reyndar tvo eins dekk til viðbótar en þau eru aðeins orðin lúin) og svo er hægt að kaupa með honum 38” AT gang sem ég keypti nýjan síðasta haust og keyrði á nokkra mánuði síðasta vetur. Þau eru líka á álfelgum.

Búnaður í bílnum:
Rafmagnslæsingar framan og aftan
Intercooler
3” pústkerfi síðan vorið 2010
Reimdrifin loftdæla með loftkút
Loftpúðar að aftan, stýrt innan úr bíl
VHF talstöð
Xenon kastarar
Xenon í aðalljósum
Litlir kastarar felldir inn í framstuðara
Sérsmíðuð toppgrind með innfelldum vinnuljósum að aftan
Prófíl tengi framan og aftan
Stórt geymsluhólf í gólfinu í skottinu
Tvöfalt rafkerfi, sér geymir fyrir aukabúnaðinn (t.d. útvarp, talstöð, inniljós, kastarana, vinnuljósin og tengi í skotti)
Nýlegt Alpine útvarp með Ipod tengi
Stórir hátalarar í öllum hurðum
Trefjaplast efri afturhleri
LED inniljós
Fjarstýrðar samlæsingar
Reiðhjólagrind fyrir tvö reiðhjól til að setja aftan á bílinn
Snorkel
Filmur á afturúðum
og eflaust eitthvað fleira sem ég er að gleyma

12” bassakeila í boxi felldu inn í aðra hliðina í skottinu fylgir en magnarinn fyrir boxið dó í sumar, allar lagnir eru til staðar.

Bíllinn hefur verið í góðu viðhaldi þau 5 ár sem ég hef átt hann meðal annars hef ég skipt um:
Fóðringar í öllum stífum
Allar hjóla og spindillegur
Nafstúta að framan
Alla bremsudiska
Öll bremsurör
Alla dempara
Stýrisdempara
Gúmmírennur fyrir hliðarrúðurnar þannig að rafmagnsrúðurnar virka þokkalega vel.

Vélin var tekin upp í vor. Þá var skipt um eftirfarandi:
Allar legur og pakkdósir
Blokkin boruð og settir nýjir stimplar og hringir
Allar pakkningar, tímareim og strekkjari
Hedd planað og skipt um allar ventlastýringar, útblástursventla og heddbolta.

Image
Image

Nánari upplýsingar fást með tölvupósti í haffijons@gmail.com

Re: LC 80 til sölu

Posted: 04.okt 2011, 10:48
frá bjornod
Flottur bíll!!

Re: LC 80 til sölu

Posted: 04.okt 2011, 20:31
frá Vargur
Verð ?

Re: LC 80 til sölu

Posted: 04.okt 2011, 22:09
frá sukkaturbo
þessi er flotur hjá þér og draumabíllinn svona breittur sé ég snork og ekki snorkel kveðja guðni

Re: LC 80 til sölu

Posted: 04.okt 2011, 23:13
frá ellisnorra
Mikið rosalega er þessi fallegur! Flott viðhaldssaga líka, algjört draumaeintak!

Re: LC 80 til sölu

Posted: 05.okt 2011, 04:45
frá haffij
Takk fyrir, ég er ansi ánægður með hann sjálfur. Kem örugglega til með að sakna hans þegar hann fer.

Efri myndin er nýrri, það útskýrir snorkel skortinn á þeirri neðri.

Endilega sendið mér tölvupóst í haffijons@gmail.com ef þið hafið einhverjar spurningar.

Ég mun samt ekki geta sýnt eða afhent hann fyrr en í nóvember, verð ekki á landinu fyrr en 1 nóv.

Kv. Haffi

Re: LC 80 til sölu

Posted: 31.okt 2011, 16:42
frá haffij
Er kominn á skerið þannig að núna er hægt að koma og skoða.

Ásett verð er 2,6 milljónir.

Nánari upplýsingar í netfanginu haffijons@gmail.com eða í síma 894-7094

Haffi

Re: LC 80 til sölu

Posted: 05.nóv 2011, 13:51
frá haffij
Linkur á fleiri myndir af bílnum

http://s44.photobucket.com/albums/f20/h ... il%20solu/

Er til í að skoða skipti á hagkvæmum station fólksbílum. Helst með díselvélum.