Síða 1 af 1

Öflug Grand Vitara til sölu

Posted: 22.apr 2011, 10:59
frá lettur
Til sölu Suzuki Grand Vitara V6 2.5L árg. 1999.
35” breyttur, ekinn 159.000 km, beinskiptur.

Brettakantar
Dráttarbeisli
Dráttarkúla
Drifhlutföll
Driflæsingar
Fjarstýrðar samlæsingar
Geislaspilari
Glertopplúga
Höfuðpúðar aftan
Kastaragrind
Kastarar
Litað gler
Líknarbelgir
Loftdæla
Rafdrifnar rúður
Rafdrifnir speglar
Reyklaust ökutæki
Samlæsingar
Smurbók
Stigbretti
Upphækkaður
Útvarp
Þakbogar
Þjónustubók

5.13 drifhlutföll.
ARB loftlæsingar framan og aftan
Loftkerfi með með kút og úrtaki í grilli.
IPF tveggja geisla kastarar á krómkastaragrind
Þokuljós.
Álkassi að aftan
Valsaðar 12” breiðar felgur með úrhleypikrana og ventli. (hef aldrei affelgað)
Auka 35” dekkjagangur á 12” breiðum felgum
Leðursæti úr 2005 árgerð af Grand Vitara, fram og aftursæti.
CB talstöð
Loftnet fyrir VHF
Endurbætt festing á framdrifshúsi

Hefur ávallt verið í góðu viðhaldi, skipt reglulega um olíur á vél, kössum og drifum.
Nýlegar hjólalegur
Nýlegir fram og afturdemparar.

Annars hefur verið voðalega lítið viðhald þessi sjö ár sem ég hef átt bílinn.
Þetta bara bilar ekkert.
Eyðsla er ca. 12 – 13l í blönduðum akstri.

Þetta er ótrúlega öflugur fjallajeppi sem hefur farið upp á marga af jöklum landsins og gefur stærri og þyngri jeppum lítið sem ekkert eftir. Hef ferðast talsvert mikið undanfarin ár með allskonar jeppum og þessi bill vekur ávallt athygli og aðdáun fyrir vasklega frammistöðu.

Verðhugmynd 1.250.000

Upplýsingar í síma 864-1235 eða joistefans@gmail.com

Re: Öflug Grand Vitara til sölu

Posted: 22.apr 2011, 11:04
frá Doror
Flottur bíll og góður heildarpakki

Re: Öflug Grand Vitara til sölu

Posted: 23.apr 2011, 00:46
frá lettur
Mjög góð negld og míkróskorin Good Year Wrangler dekk.
Vinnulýsing á toppi.

Re: Öflug Grand Vitara til sölu

Posted: 23.apr 2011, 19:34
frá lettur
Lipur og sprettharður

Re: Öflug Grand Vitara til sölu

Posted: 25.apr 2011, 18:14
frá lettur
Nýlegur rafgeymir
Nýlegir spindlar

Re: Öflug Grand Vitara til sölu

Posted: 27.apr 2011, 22:39
frá lettur
K&N sía
Opið púst, enginn hvarfakútur.

Re: Öflug Grand Vitara til sölu

Posted: 26.des 2011, 18:47
frá lettur
Hætti við sölu í vor, en ætla að kanna áhugann á þessu tryllitæki núna. Óska eftir tilboðum.

Re: Öflug Grand Vitara til sölu

Posted: 26.des 2011, 19:20
frá siggibjarni
og er ennþá sami verðmiði á henni? skoðaru einhver skipti?

Re: Öflug Grand Vitara til sölu

Posted: 26.des 2011, 20:12
frá lettur
Þetta er endurskoðað verð frá því í vor. Aðeins lægra verð þrátt fyrir nýja framdempara og tvær hjólalegur.
Ég er til í að skoða einhver skipti á ódýrari en vildi auðvitað helst beina sölu.

Re: Öflug Grand Vitara til sölu

Posted: 27.des 2011, 20:11
frá lettur
Uppfært

Re: Öflug Grand Vitara til sölu

Posted: 29.des 2011, 01:33
frá hawkxp
er séns á að fá að sjá fleiri myndir af gripnum þ.e. að innan líka :)

Re: Öflug Grand Vitara til sölu

Posted: 29.des 2011, 19:13
frá ellibenz

Re: Öflug Grand Vitara til sölu

Posted: 30.des 2011, 10:21
frá lettur
Ætla að afþakka þessi skipti. Takk fyrir samt.

Re: Öflug Grand Vitara til sölu

Posted: 30.des 2011, 12:52
frá lettur
Fleiri myndir.

Re: Öflug Grand Vitara til sölu

Posted: 30.des 2011, 18:16
frá oskargj
langar að vita hvort þú eigir orginal drifin ú henni ennþá?

Re: Öflug Grand Vitara til sölu

Posted: 01.jan 2012, 10:46
frá lettur
Original drifin eru til út í skúr ásamt auka öxlum að framan og aftan og einhverju fleira dóti.