Síða 1 af 1

TS 38" Toyota Hilux

Posted: 06.mar 2010, 19:28
frá Hjalliboy
Til sölu Toyota Hilux 2.4 dísel árg. ´90
Bíllinn er ekinn 222.240 km.
38“ breyttur.
5:71 hlutföll.
Smurbók frá upphafi.
Skipt um tímareim í 200.266 km.
Rafmagnslæsing í afturhásingu nema hvað að rafmagnsmótorinn hætti að virka eftir að drifið var sett í hann. Veit ekki hvað fór úrskeðis. Grunar samt að tengingar að mótornum sé málið.
Framhásing færð fram um 35 mm en það á eftir að lengja í drifskaftinu.
Hann er á blaðfjöðrum hringinn.
Hann selst á ¾ slitnum 38“ mudder, ófúnum, á 14“ breiðum krómfelgum með 2 ventlum og krana.
Það er plast í skúffunni.
Búið að skipta um flestar ef ekki allar pakkdósir í hásingum.
Ný kol í alternator
Nýtt drif í afturhásingu.
Öll innréttingin er grá að litinn og kemur úr 4runner nema hurðaspjöldin og ramminn utanum gírstangirnar sem er blátt. Grá hurðaspjöld fyrir rafmagn í rúður fylgir með sem og 4 hurðar úr 4runner með uppahalaramótor og alles.
Smá ryð hér og þar en ekkert alvarlegt nema þá í toppnum. Þarf að lappa aðeins uppá hann.
Það er ekki sami lykill að sviss og hurðum vegna þess að svissinn kemur úr 4runner en hurðacylenderinn úr runnernum fylgir.
Svissinn var einu sinni með stæla og vildi ekki drepa á bílnum en það hefur ekki gerst lengi.
En annars bara skoða.
Verð: 570.000-
Uppl. 8471153
Bíllinn er á Akureyri.

Re: TS 38" Toyota Hilux

Posted: 07.mar 2010, 17:25
frá Hjalliboy
Vil engin skipti.

Re: TS 38" Toyota Hilux

Posted: 08.mar 2010, 16:17
frá Hjalliboy
Upp

Re: TS 38" Toyota Hilux

Posted: 23.okt 2010, 20:31
frá arni hilux
350 staðgreytt ?

Re: TS 38" Toyota Hilux

Posted: 24.okt 2010, 02:21
frá Hjalliboy
Sæll Árni

Bíllinn er seldur.

Kv. Hjalli