Síða 1 af 1

Defender kominn á ról fyrir jól

Posted: 05.des 2019, 09:34
frá petrolhead
Sælt veri fólkið.
Þá er sá dagur upp runninn að maður komst í elítu hinna útvöldu, eða með öðrum orðum þá var ég að eignast Defender 110.
Veit ekki hvort þetta er bara mín einstaka meðfædda óheppni eða hvort þetta fylgir því að vera í þessum útvalda hópi en í öllu falli þá er maður búinn að draga fram verkfærin og farinn að gera við og komst þá að því að annað innra liðhúsið er illa farið og langar að forvitnast hjá ykkur sem þekkið betur til í þessu....er svona liðhús eitthvað sem liggur á lausu....hvar væri hels að fá þetta....hvaða verð er á þessu ????
Mbk
Gæi

Re: vantar liðhús í Defender

Posted: 05.des 2019, 10:20
frá Járni
Velkominn í hópinn!

Prófaðu að heyra í BSA og settu svo númerið í speeddial: 587 1280 =)

Re: vantar liðhús í Defender

Posted: 05.des 2019, 14:17
frá petrolhead
Takk fyrir þetta.
Hehe, þetta er semsagt ekki bara mín ólukka...en búinn að vista nr í síma.
Mbk
Gæi

Re: vantar liðhús í Defender

Posted: 05.des 2019, 22:02
frá Landy
Til hamingju með gripinn:
Gott þegar men þroskast svona vel og sjá ljósið fyrir rest :)

Re: vantar liðhús í Defender

Posted: 05.des 2019, 22:19
frá íbbi
það eru nú ekki góð meðmæli með þessum dodge trukkum okkar ef við erum farnir að gera út ford og land rover til að komast á milli staða

Re: vantar liðhús í Defender

Posted: 06.des 2019, 02:47
frá svarti sambo
íbbi wrote:það eru nú ekki góð meðmæli með þessum dodge trukkum okkar ef við erum farnir að gera út ford og land rover til að komast á milli staða


Íbbi.
Það er nú ekki að ástæðulausu sem Ford hefur orðið fyrir valinu í sjúkraflutninga og fyrir björgunarsveitir. :-)

Re: vantar liðhús í Defender

Posted: 06.des 2019, 16:37
frá petrolhead
Landy wrote:Til hamingju með gripinn:
Gott þegar men þroskast svona vel og sjá ljósið fyrir rest :)

Þakka fyrir, fékk meira að segja ofbirtu í augun þegar stundin rann upp.

Re: vantar liðhús í Defender

Posted: 06.des 2019, 16:43
frá petrolhead
íbbi wrote:það eru nú ekki góð meðmæli með þessum dodge trukkum okkar ef við erum farnir að gera út ford og land rover til að komast á milli staða

Það er nú svo Ívar minn að ég fer ennþá á milli staða á Dodge td til að sækja varahluti í Rover....en ég kemst nær því að geta farið fyrsta LR rúntinn síðan ég var 15 ára með hverjum varahlut sem dettur í hús :-D

Re: vantar visku varðandi Defender

Posted: 06.des 2019, 16:50
frá petrolhead
Nú er ég í brasi með fram öxla og langar að vita hvort einhver kannast við öxlana á myndunum og veit hvar ég fæ svona, annar liðurinn er ónýtur og út við naf er hann 24 rílur og 23 inn í liðinn og hann mælist 235mm á lengd.

Re: vantar visku varðandi Defender

Posted: 06.des 2019, 16:57
frá Landy
Sennilega eru þetta Maxi drive öxlar, eða hétu Ástralíuöxlarnir það ekki annars

Re: vantar visku varðandi Defender

Posted: 08.des 2019, 13:14
frá petrolhead
Mér skilst á öllu sem ég hef fundið að Maxi drive sé álíka útdautt og T-rex svo ekki líst manni á að finna eitthvað frá þeim. Það er svo sem bara annar öxulliðurinn hjá mér ónýtur en það eru komnir smá hnökrar í hinn líka og farið að sjá talsvert á rílum sumstaðar svo ég held að sé ekkert vit í öðru en skipta þessu öllu út.
Ég rakst á öxla frá Ashcroft sem ég er að spá í að versla, hafa einhverjir spjallverjar hér reynslu af þeim ?
Mbk
Gæi

Re: vantar visku varðandi Defender

Posted: 09.des 2019, 19:00
frá StebbiHö
Sæll vinur minn, er nú Muggur alveg búinn að smita þig af þessar LR vitleysu! Líst samt vel á þetta hjá þér, langar alveg í Defender!
Mbk Stebbi

Re: vantar visku varðandi Defender

Posted: 10.des 2019, 01:40
frá DABBI SIG
Þú ert væntanlega með þessa Maxi drive öxla, sem eru eins og þú segir að einhverju leiti útdauðir. Að vísu sögðu stelpurnar í BSA mér að annað fyrirtæki hefði keypt þá og væru að selja þessa öxla og öxullok undir öðru nafni, man ómögulega hvað það var. Ég var með svipaða öxla að framan hjá mér í 110 Defender 2000 árg og komst einmitt að því að þetta væri orðið sjaldgæft. Ég náði þó að hafa uppá síðasta öxullokinu í BSA sem var rykfallið uppí hillu einhversstaðar. Það er held ég eins og þetta sem þú ert með mynd af, nema merkt "HTE" í stað "MDE" sem er held ég tilvísun í þetta nýja fyrirtæki. Þú getur fengið þetta öxullok hjá mér fyrir formúgu haha :)
Ef þú gúgglar MDE Defender axles eða HTE Defender axles kemur einhver fróðleikur um þetta. t.d:
https://lrautomotive.com.au/contents/en-us/p189.html

Annars voru þessir öxlar örlítið lengri en "orginal" öxlarnir sem þú getur fengið í BSA, þ.e. öxulliðurinn út í hjól er lengri og þ.a.l. eru þessi öxullok líka lengri (dýpri). Þetta öxullok passar allavega ekki saman við "orginal" öxla úr BSA.
Það eru held ég nokkrar leiðir í stöðunni fyrir þig: annaðhvort að reyna hafa uppá einhverjum síðum sem ennþá selja öxulliði í þessa MDE/HTE öxla og skipta bara um öxulliðinn (er ekki búinn að fara í gegnum það hvort ashcroft sé með þessa réttu lengd) en sýnist m.v. smá gúggl vera hægt að fá þetta einhversstaðar.
Einn möguleiki er að fara í BSA og versla bara nýtt orginal sett, öxul, öxullið og ný lok. Það er ekkert gríðarlega dýrt en einhverjir tugir þúsunda. ATH. að þú gætir þurft að athuga hvort nafstúturinn þinn og koparfóðringin innan á honum sé rétt m.v. "orginal" dótið. Ég þori ekki að fullyrða með það en man að þegar ég skipti þessu út þá var "orginal" nafstútur ekki eins og nafstúturinn sem ég var með við þessa "MDE/HTE" öxla. Ef þú þarft að skipta um nafstúta líka er þetta orðinn meiri pakki.
Loks er fínt að versla við Ashcroft, get mælt með þeim og hef heyrt menn mæla með öxlunum þar, held þeir eigi að vera eitthvað sterkari en orginal dótið. Þeir eru með ágætis útskýringar á síðunni hjá sér og þú ættir því mögulega að geta fundið út hvaða öxla+öxulliði þú kaupir þar.
ATH að það er ekki sniðugt að para nýja öxla við slitin öxullok eða öfugt því þá ertu fljótur að slíta nýja draslinu aftur til og fá slag í það.

Að lokum mæli ég með að þú kíkir á spjallsíðuna "land rover varahlutir og spjall" á facebook þar sem helstu sérfræðingar landsins í þessum bifreiðum eru samankomnir. Það var verið að ræða m.a. Salisburry öxla o.fl um daginn.

Sjá mynd af lokinu mínu:
Image

Re: vantar visku varðandi Defender

Posted: 10.des 2019, 01:56
frá DABBI SIG
Virðist vera ýmislegt til á þessari síðu:
https://lrautomotive.com.au/contents/en-us/d610.html

M.a. eins merkt driflok og mitt. Kannski er þetta söluaðilinn sem tók við Maxi drive.

Re: vantar visku varðandi Defender

Posted: 10.des 2019, 09:33
frá petrolhead
StebbiHö wrote:Sæll vinur minn, er nú Muggur alveg búinn að smita þig af þessar LR vitleysu! Líst samt vel á þetta hjá þér, langar alveg í Defender!
Mbk Stebbi

Sæll félagi góður. Ég er nú svo umvafinn Rover köllum í vinnunni að það gat aldrei annað en farið illa !

Takk fyrir góða lesningu Dabbi. Það var nú með því fyrsta sem ég rakst á að ytri öxullinn í bílnum hjá mér er 235mm en Ashcroft er 210mm og minnir að ég hafi verið búinn að rekast á að original öxlarnir væru líka 210mm.
Þú komst þarna inn á ríluslit og það er einmitt eitt af því sem ég var búinn að vera að skoða, báðir innri öxlarnir eru farnir að láta á sjá á rílunum þar sem þeir ganga inn í liðina og lokið þeim megin sem ónýti liðurinn var er orðið slitið og ekki á vetur setjandi svo ég sá ekki annað í stöðunni en að skipta þessu öllu út svo maður fari ekki að eyðileggja nýtt dót með því gamla.
En sem sagt þá tók ég þá ákvörðun eftir ráðleggingar frá góðum félaga að panta nýja öxla, liði og lok frá Ashcroft, kostaði sitt en þá ætti maður ekki að þurfa að vera að bíta sig neitt í handarbökin seinna meir, svo er bara að bíða þolinmóður eftir að dótið taki sér sundsprett frá Bretlandi og hingað upp á frón en verð þó að viðurkenna að það er gremjulegt að vera með Roverinn fastan inn í skúr einmitt núna þegar veður gerast válind og snjávar er von :-/
Mbk
Gæi

Re: vantar visku varðandi Defender

Posted: 10.des 2019, 14:26
frá DABBI SIG
Hljómar gáfuleg ákvörðun að hafa þetta allt nýtt. Þábæði er þetta þétt og þá veistu líka hvað er í bílnum ef eitthvað klikkar seinna.
Mér sýnist reyndar ashcroft eiga CV lið sem er 236mm sem er væntanlega sami og þinn:
https://www.ashcroft-transmissions.co.u ... -pair.html
Taktu líka eftir því sem þeir skrifa á síðuna hjá sér varðandi breytingu á nafstútnum til að koma fyrir þessum lengri öxlum. Ef þú ert með 'breyttan' nafstút fyrir lengri öxlana gætir þú þurft nýjann, þekki það ekki alveg hvort virki fyrir orginal öxlana. Á mínum gamla stút var koparfóðring sem ekki virtist vera á nýja.
Gangi þér vel og leyfðu okkur að fylgjast með þegar þetta er allt komið saman.

Re: vantar visku varðandi Defender

Posted: 12.des 2019, 12:01
frá petrolhead
Já Dabbi ég verslaði 210mm liði og þarf að skipta um nafstútana en ég þurfti hvort eð er að skipta um þá því sætin fyrir hjólalegurnar voru orðin of slitin til að stútarnir væru nothæfir.
Svo er allt stopp núna þar sem flutningar liggja niðri og því ekkerr um aðföng þessa dagana :-(

Re: vantar visku varðandi Defender

Posted: 21.des 2019, 12:03
frá petrolhead
Þá loksins er Rover að verða kominn saman og ég vonast til að geta tekið fyrsta rúntinn á honum í dag, þetta er búið að taka sinn tíma en nú ætti þessi framhásing að hrekkja mig meira, nýjir öxlar og öxulliðir ásamt lokunum á nafinu, nýjir nafstútar, nýjar liðhúskúlur báðu megin og svo auðvitað nýjar legur og pakkningar.

Re: vantar visku varðandi Defender

Posted: 21.des 2019, 23:49
frá DABBI SIG
Í hjólin fyrir jólin... þetta verður vonandi til friðs á næstunni og gott að hafa þetta allt nýtt.
Fáum við svo ekki mynd af djásninu að lokum?

Re: vantar visku varðandi Defender

Posted: 22.des 2019, 16:45
frá petrolhead
Þá er fyrsti rúntur að baki, reyndar bara innanbæjar en samt í snjó því það er hvergi hægt að finna auðan blett hér á Akureyri þessa dagana. En alla vega fann ég ekki annað en allt virkaði eins og það á að gera, svo er næsta skref að bregða sér út fyrir bæinn og prófa kvikindið almennilega í sínu kjörlendi.

Jú Dabbi nú verð ég að henda inn myndum og þar sem það eru nú að koma jól þá er líklega við hæfi að ég setji líka inn eina mynd af "börnunum" mínum eins og gjarnan var gert hér á árum áður þegar sá siður var við líði að senda jólakort.
Jólakveðja
Gæi og börn