Toyota tacoma 2006 42" með öllu ...


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Toyota tacoma 2006 42" með öllu ...

Postfrá gunnarb » 09.apr 2019, 13:56

SELDUR


Það er með nokkrum trega sem ég set býð jeppann minn til sölu því ég veit að ég á ekki eftir að eignast svona lítið slitinn og vel búinn bíl nokkurn tímann aftur nema kosta til þess miklu meiri peningum en ég er að selja bílinn fyrir. Hann var lengi í eigu björgunarsveitar úti á landi og var því lítið notaður og stóð inni þess á milli. Síðan ég eignaðist hann hefur bíllinn einnig staðið inni þegar hann hefur ekki verið í notkun. Hann er aðeins ekinn um 60 þús mílur sem er undir 100þús km. Það er ekki til ryð arða í bílnum, alltaf smurður á réttum tíma og hann ber þess merki að vel hafi verið hugsað um hann og hann hafi staðið meira inni í skúr en úti.

Hér er það helsta um bílinn:

v6 Toyota vél, 256HP, traustar og þaulreyndar vélar með tímakeðju.
42” nýleg Good year radial dekk á 17” felgum, míkróskorin.
Framhásing smíðuð á Ljónstöðum eftir því sem ég hef komist næst, dana 50 miðja, endar úr land cruiser
Stórt auka rafkerfi undir aftursæti sem þjónustar viðbótar búnað
ARB læsing að framan, orginal að aftan
4,88 hlutföll
rúmlega 100l aukatankur
2 fjarstýrð leitarljós á toppi
9” hid kastarar á toppi
vinnuljós aftan og til hliðanna.
4link aftan
Loftpúðar að aftan stýrt innan úr bíl
Úrhleypikerfi frá Tryggva í Stýrivélaþjónustunni
Álgeymslubox á toppi
Prófíltengi framan og aftan
Eyru fyrir drullutjakk framan og aftan
Lagt fyrir spili framan og aftan
Hellingur af lögnum fyrir VHF, Tetra og allskonar annað sem björgunarsveitir setja í svona bíl
Örugglega hellingur sem ég er að gleyma - það er allt nammið sem manni dettur í hug í þessum bíl.

Ásett verð 5,5 - 4,5 stgr. Engin skipti. Uppl. í síma 8 971 471
Viðhengi
tacoma.jpg
tacoma.jpg (256.41 KiB) Viewed 1412 timesTil baka á “Jeppar”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 15 gestir