Síða 1 af 1

TS Ford Econoline E350 4x4 langur

Posted: 27.feb 2017, 21:02
frá GunniS
Til sölu Ford Econoline E350 4x4 "Stóri Rauði"

Fluttur inn af Rauða Krossinum árið 1992. Framleiddur 1991. Nýorðinn fornbíll.
Í eigu Slökkviliðsins til ársins 2015, þá ekinn 140.000 km.
Notaður sem kafarabíll og var innréttaður sem slíkur.
Búið að fjarlægja þá innéttingu, bæta við hliðargluggum og útbúa festingar fyrir 2 bekki sem smella úr.

Vélin er 7.3L V8 dísel heil 185hö þegar hún var ný. Án túrbínu.
Alla tíð verið vel viðhaldið og smurð á réttum tíma.
Sjálfskiptur, langa útgáfan og fjórhjóladrifinn með háu og lágu.

Grindin er góð og almennt lítið um ryð nema í stuðurunum.
Boddýið er samt orðið hrukkótt og nokkuð um beyglur hér og þar.
Hann er aðeins ekinn 180.000 km í dag og hefur verið í daglegri notkun síðustu mánuði.
Það væri eflaust kjörið að skipta um boddý í heild sinni eða nota kramið í parta.
Hásingarnar eru Dana 50 að framan og Dana 60 að aftan.

Við fjölskyldan notum hann mikið í hestunum. Algjör þjarkur sem getur dregið allan fjandann.
Rýkur alltaf í gang og hægt að nota hann til flutninga eða fólksferjunar. Skráður 8 manna.
Það var ekki planið að selja hann í bráð en okkur hefur mögulega áskotnast yngri útgáfa.

Verð 500þ.

Gunnar s.866-8282

Re: TS Ford Econoline E350 4x4 langur

Posted: 02.mar 2017, 23:01
frá brunki
einhver skifti ?

Re: TS Ford Econoline E350 4x4 langur

Posted: 07.mar 2017, 16:15
frá GunniS
Helst ekki skipti.