Uppboð 76 Ramcharger  SELDUR!


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Uppboð 76 Ramcharger  SELDUR!

Postfrá Sævar Páll » 11.maí 2016, 22:19

Góðann daginn.
Ég er með 76 Ramcharger sem ég er að selja.
Akstur er ekki alveg vitaður, en það svosum afsætt þegar um svona bíla er að ræða.
Hann var með 318LA og 4 hólfa blöndung, beinskiptingu og sídrif, er er nú kominn með 360 LA, Holley ProJection innspýtingu, 727 sjálfskiptingu og np205 millikassa.
Hásingar eru dana 44 að framan og dana 60 fullfloat að aftan.
Er sem stendur á ósamstæðum gang, lélegum 36 tommu MTZ dekkjum að framan og 38 tommu SuperSwamper TSL að aftan.
Bíllinn þarfnast lokafrágangs eftir vélaskipti, og lokahönd á boddyfrágang eftir sprautun ( lakklekar og ein beygla sem kom eftir sprautun aðalega).
Hann fer í gang og keyrir, en rafgeymir orðinn slappur
Þegar hann er kaldur þarf stundum að doka í nokkrar sekúndur áður en hann tekur fyrsta gírinn, annars er gírinn þokkalegur.
Bíllinn er orðinn gólfskiptur, en það er ekki alveg búið að klára lokafrágang á gólfinu eftir það ( Smokkurinn utan um stöngina, og gatið eftir beinskiptinguna)
Hann er á fornnúmeri, Þ135.
Ef menn vilja myndir á ég helling til, og get skotist út og tekið fleiri ef þörf er á.
Bíllinn er á númerum og með skoðun fram á sumar 2016. Ég notaði hann sem vinnubíl eitthvað í vetur, en hætti því aðalega þegar rafgeymirinn fór að svíkja.
Farið var í ryðbætingar á honum 2009-2011 og skorið burt allt ryð og soðið í staðinn.
Sprautaður 2012
Beyglan er á bílstjórahurð, hurðin er ekki eins fín í dag og hún er á myndinni.
Allar nánari upplýsingar og tilboð í síma 847-9815
Uppboð endar 31 maí, og mun ég taka hæðsta boði sem hefur boðist þá.
Ástæðan fyrir því að ég er að selja hann að ég á annað verkefni sem þarfnast fjármagns, og mig langar meira að skrúfa í því.

Byrjum uppboðið á 300.000
Loud1
Innlegg: 70
Skráður: 24.sep 2011, 12:03
Fullt nafn: Kjartan Dofri Jónsson

Re: Uppboð 76 Ramcharger

Postfrá Loud1 » 12.maí 2016, 08:11

Hver er eyðslan?


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: Uppboð 76 Ramcharger

Postfrá Sævar Páll » 12.maí 2016, 20:13

Gróflega 20 ltr+ hef aldrei ekið honum nógu langt í einu til að fá tilfinningu fyrir því

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1204
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Uppboð 76 Ramcharger

Postfrá StefánDal » 12.maí 2016, 23:39

Loud1 wrote:Hver er eyðslan?


Þetta var nú óþarfi


Loud1
Innlegg: 70
Skráður: 24.sep 2011, 12:03
Fullt nafn: Kjartan Dofri Jónsson

Re: Uppboð 76 Ramcharger

Postfrá Loud1 » 13.maí 2016, 00:26

StefánDal wrote:
Loud1 wrote:Hver er eyðslan?


Þetta var nú óþarfi


Hvað var óþarfi ?


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: Uppboð 76 Ramcharger

Postfrá Sævar Páll » 13.maí 2016, 20:30

Komið 300.000
Eyðslan er einhver hellingur, trúlega einhverstaðar um 20L+, en ég hef bara ekki ekið honum nógu langa vegalengd í einu til að fá einhverja marktæka mælingu á hann

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1204
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Uppboð 76 Ramcharger

Postfrá StefánDal » 15.maí 2016, 08:24

Loud1 wrote:
StefánDal wrote:
Loud1 wrote:Hver er eyðslan?


Þetta var nú óþarfi


Hvað var óþarfi ?


Þetta er eins og að spyrja konu yfir þrítugt að aldri eða þyngd ;)


Til baka á “Jeppar”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir