Síða 1 af 1

´86 ford econoline 35" húsbíll til sölu.  SELDUR!

Posted: 27.feb 2016, 18:36
frá burgundy
´86 módel af bíl sem er útbúinn sem húsbíll. Bíllinn er fjarska fallegur en ég tók hann og spólaði niður allt ryð síðasta vor, blettaði og trebbaði og málaði hann mattsvartan. Það er ísskápur og, truma miðstöð, eldavél og allt sem góðum húsbíl sæmir í honum. Bíllinn er skráður 9 manna en það eru bara sæti með belti fyrir 2 í honum. Body var orðið slappt þegar ég fékk hann síðasta vor og eins og ég sagði hér fyrir ofan þá spændi ég niður ryðið, setti rust converter og trebbaði og spartlaði á ýmsum stöðum. Afturhurðarnar keypti ég í hann þar sem að hinar voru handónýtar og þær eru mjög góðar. Bíllinn er með mjög háum toppi og get ég auðveldlega staðið uppréttur í honum(er 180cm). Hann er bólstraður að innan og er mjög gott skápapláss í honum. Bíllinn er á frekar lélegum dekkjum, en allt kram er nokkuð gott í honum. Vélin er 4.9 blöndungs og skiptingin c4. Framhásingin er dana 44 og 9" ford að aftan. Bíllinn er með endurskoðun útá bremsurör, púst og stefnuljós. Ég lét setja nýtt púst í hann en það er sprunga á pústgreininni. Ég notaði bílinn í 6 útilegur síðasta sumar og stóð hann sig bara vel. Ég mældi eyðsluna á honum frá Keflavík og á Hvolsvöll og var hann að eyða 16.3 lítrum á hverja hundrað kílómetra. Mín verðhugmynd er 400 þúsund. sími 8694903

Re: ´86 ford econoline 35" húsbíll til sölu.

Posted: 01.mar 2016, 19:01
frá burgundy
Fæst á 300 þús