Síða 1 af 1

Til sölu 38" Grand

Posted: 08.okt 2015, 16:14
frá TBerg
Með sorg í hjarta ætla ég hér með að auglýsa barnið mitt til sölu;

Sem sagt; Jeep Grand cherokee árg 1993. það var verið að setja ofaní hann 4L sexu úr samskonar, en óbreyttum bíl, keyrða slétta 200þús km.
Skipt var um tímakeðju og hjól í leiðinni.
Nýjar rústfríar flækjur. Það eru ný kerti og þræðir. Einnig nýr sveifarásnemi.

Smurbók fylgir vélinni frá upphafi.

Það er leðurinnretting með rafmagnssætum.

Bílnum er upphaflega breytt á Bifreiðaverkstæði Guðvarðar og Kjartans í Mosfellsbæ. (Guttarnir í Mosó)

Dana 30 reverse framan.
Dana 44 aftan
Framhásing var færð fram um 1.5 cm
Afturásing aftur um 6 cm
4.88 hlutföll
38" dekk
ARB læsing að framan og aftan
Stýristjakkur
Progressive gormar framan
800 kg loftpúðar að aftan
Diskabremsur aftan
Tvöfaldur liður á drifskafti
Stigbretti/Aukatankar Tveir 78 lítra silsatankar. Samtals 260 lítra tanka pláss. (sjá mynd) Subaru dælur til að dæla á milli.
Brettakantar
Koni demparar
NP 242 millikassi
Sjálfskiptur
Aukakælir og mælir á skiptingu.
2.5“ púst
Loftdæla
Prófíltengi framan og aftann
Kastaragrind með 4 kösturum + tveir kastarar í stuðara
Filmur í afturrúðum.
Toppbogar.
Ljósagrind að framan notuð sem loftkútur.
Bílnum fylgir einnig eftirfarandi:

2 háspennu kefli.
Nýr alternator.
Rafmagnslúm úr öðrum bíl.
Sennilega eitthvað fleira.
Einnig fylgir með body af bílnum sem vélin var tekin úr, með sama millikassa og sömu skiptingu.

Þrír hjöruliðskrossar og 1stk framhjólahub. Þetta er nýtt.

Það fylgja með allar nótur fyrir öllum viðgerðum og þjónustu frá því að ég kaupi bílinn 2009. Hann hefur alltaf verið þjónustaður hjá Bílvirkni á Akureyri.

Verðið er 1200þús. Hann selst á 37" Toyo dekkjum. það fylgir líka með annar felgugangur 14" breiður með ventli og krana.

Nánari upplýsingar í síma 8984499 eða email tbergland hja simnet.is Ath.. Bíllinn er á Akureyri

Re: Til sölu 38" JEEP

Posted: 08.okt 2015, 21:43
frá StebbiHö
WTF, Trausti, fórstu nokkuð á höfuðið nýlega?? Ertu ekki að verða kominn með hann í toppform og þá bara selja, hvaðahvaða!!! Gangi þér vel með söluna, þetta er hörkubíll.

Re: Til sölu 38" JEEP

Posted: 09.okt 2015, 07:31
frá TBerg
Já sæll Stebbi. Nei ég fór nú ekki öfugu megin frammúr. Ég var að kaupa mér G Bens sem ég er að fara að setja á 38"
Það var eini bíllinn sem ég gat hugsað mér í saðinn fyrir Grandinn.

Kv

Re: Til sölu 38" JEEP

Posted: 09.okt 2015, 22:27
frá StebbiHö
Sæll vinur, held að það sé klár spurnig um hvort þú hafir yfir höfuð farið framúr!! G Bens fyrir Grand!!! Manni verður orðavant, en gangi þér vel með þetta, bíð spentur eftir útkomunni, hvenær á að vera klárt? Og hver ætlar að fara í þetta með þér, verður þú fyrir sunnan í þessu brasi?

Re: Til sölu 38" JEEP

Posted: 13.okt 2015, 11:28
frá TBerg
Já eg verð fyrir sunnan við þetta, við gerum þetta við Sölvi bróðir í Hafnarfirði. Förum í þetta um leið og búið er að græja kanta og felgur.

Re: Til sölu 38" Grand

Posted: 08.nóv 2015, 10:35
frá TBerg
Góður bill

Re: Til sölu 38" Grand

Posted: 08.nóv 2015, 18:13
frá Skúri
Má bjóða þér 35" breyttan ´99 Patrol í skiptum og kannski smá aur á milli ?

Re: Til sölu 38" Grand

Posted: 28.des 2015, 02:28
frá einaroli28
sæll viltu 96 camaro rs v6 bsk i skiptum?

Re: Til sölu 38" Grand

Posted: 28.des 2015, 12:29
frá TBerg
Neitakk. Hef ekki áhuga á camaro

Re: Til sölu 38" Grand

Posted: 28.des 2015, 18:26
frá motorhaus
sæll
má bjóða þér skipti á 2004 cherokee góð 17" sumar og vetrardekk fylgja.
kv karl